Saga - 1970, Page 76
74
EDVARD BULL
í stórum dráttum má ef til vill segja, að við sagnfræð-
ingar höfum mjög hneigst til að takmarka rannsóknir
okkar við efni, sem eru áhugaverð frá sjónarmiði borgara-
stéttar Vestur-Evrópu — og það karlmanna borgarastétt-
arinnar. Verkamenn komu inn í myndina, af því að þeir
voru augljós ógnun, og áhugi á húsmönnum og öðrum
gömlum lágstéttum fylgdi að nokkru marki, svo sem til
uppfyllingar. Nú má vera, að vandamál kynslóðaskilanna
verði tekin til rannsóknar vegna þess, að æskulýðsupp-
reisnin komi fram sem ný ógnun.
Annað kann einnig að verða til að færa út mörk rann-
sóknarsviðs okkar. 1 nægtaþjóðfélögunum förum við sýni-
lega að hafa efni á að snúa hluta af athygli okkar að fólki,
sem hvorki hefur völd né vofir yfir, að taki völd: Gamal-
mennum, öryrkjum og þeim sem búa úr alfaraleið.
Jafnvel í auðugum löndum er vandi þessa fólks að drjúg-
um hluta vandi fátæktarinnar. 1 félagsfræði, félagslæknis-
fræði og annars staðar, þar sem fjallað er um félagsleg
vandamál, er að verða til hugtakið fátæktarrannsóknir.
Hérlendis eru einnig uppi hugmyndir um rannsóknir, sem
gangi í þessa átt; a. m. k. hefur Rannsóknarráðið sett
nefnd í að athuga málið.8 En það er nánast út í hött að
rannsaka fátækt í þessu þjóðfélagi nema á sögulegum
grunni. Fátæklingar nú eru varla nema dreifðar leifar
þess, sem eitt sinn var snar og samfelldur þáttur sam-
félagsins. Hérlendis er aðeins unnt að rannsaka sögulega
hin margvíslegu afbrigði fátæktar: Hina stöðugu og oft
ættgengu fátækt, fátækt í hallærum, fátækt í auðmagns-
kreppum, fátækt gamalmenna og fátækt munaðarleys-
ingja. Sögurannsóknir leiða okkur einnig að því merkilega
viðfangsefni, hvert hafi verið lágmark „mannsæmandi
kjara“ á hverjum tíma. Hve bág þurftu kjör manns að
vera, til að hann ætti réttlætiskröfu til aðstoðar? Mikill
hluti alþýðu, sem ekki var talinn í hópi fátæklinga, gat þó
orðið að þola tímabundna vannæringu. En okkur er mjög
óljóst, hve algengur matarskortur var. Og ekki nær langt