Saga - 1970, Page 77
SAGAN ANDSPÆNIS 8. ÁRATUGNUM
75
vitneskja okkar um mann eða samfélagshóp, ef við vitum
ekki einu sinni, hvort hann hafði í sig.
Hér erum við aftur komnir að sviði, sem væntanlega
verður bezt kannað með rækilegum rannsóknum á afmörk-
uðum svæðum — og með alþjóðlegum samanburði; og al-
þjóðlegar rannsóknir fátæktar eru ekki bundnar við sög-
una. En hér er líka gagnmerkilegt verkefni í skoðanasögu,
verkefni, sem hægast mun að vinna upp úr venjulegum
heimildum ríkjasögunnar: Hvemig var litið á fátækt af
fiiótandi hópum samfélagsins ? Var hún laun syndarinnar?
Eða var hún ákjósanleg frá trúarsjónarmiði, þar sem hún
^eiddi mönnum leið gegnum nálaraugað? Var hún hag-
^n nauðsyn til að knýja vinnulýð til iðjusemi? Á árunum
“ffli styrjalda virðist sú afstaða hafa horfið af opinber-
Urn vettvangi, að fátækt væri nauðsyn, sem yrði þá að
s®tta sig við. En hvað olli þeirri breyttu afstöðu, einmitt
H því skeiði, er sár fátækt var síðast verulega almenn?
Til að rannsaka fátækt sögulega þarf mjög að sækja til
annarra fræðigreina. Næringarfræðin kynni að fræða okk-
Ur nokkuð um afleiðingar þess, að fátæklingar nærðust
a síðustu öld langmest á kartöflum, eða þess, að mörgum
húsmannsfjölskyldum var nær ókleift að fá mjólk, eftir
aÚ mjólkurbú gerðu fært að koma henni í peninga árið
um kring. Enn meira mætti e. t. v. læra af fátæktarrann-
soknum félagsfræðinnar. Þar er t. d. um það rætt, hvort
tú sé sérstök „fátækramenning“, þ. e. háttemismynstur,
Sem leiðir ekki beint af skortinum sjálfum, en hver kynslóð
tekur eftir annarri. Þetta kunna að vera reglur um sam-
hjálp fátækra eða reglur um framkomu gagnvart fátækra-
tulltrúum og öðrum yfirvöldum. Á sama hátt og hvort kyn
úefur sitt venjubundna „hlutverk", hafa fátæklingar e. t.
kaft sitt samfélagslega „hlutverk", — grundvallað á
þvi, hvers áhrifamenn hafa vænzt af þeim: að þeir væru
uuðmjúkir og þakklátir, e. t. v. líka lygnir og fingralangir.
Sem sagnfræðingar ættum við a. m. k. ekki að snúa
°kkur að fortíðinni án þess að fylgjast með því, hvað þeir