Saga - 1970, Page 78
76
EDVARD BULL
hafa fyrir stafni, sem rannsaka samtíðina, hvers þeir
leita og hvaða hugtökum þeir beita.
Ef við ætlum sem sagnfræðingar að athuga fólk, sem
ekki hefur haft völd, mætum við að nokkru sama vanda
og í Afríku, vandanum að rannsaka sögu bóklausra manna.
Afríkumenn koma helzt fram í heimildum, sem lýsa þeim
utan frá, það á jafnt við um arabískar heimildir frá mið-
öldum og evrópskar heimildir frá 16. öld og síðar. En
norskir fátæklingar eða börn eða mestur hlutur lcvenna
— hafa ekkert skrifað heldur. Þá sjáum við með augum
betur stæðra manna og karlmanna. Þama verðum við að
sætta oklcur við vissar takmarkanir: Aðeins allra síðustu
kynslóðir er unnt að rannsaka nokkum veginn frá öllum
hliðum, þó því aðeins, að við aukum við hinar skráðu heim-
ildir með því að safna heimildum eftir minni manna eins
fljótt og skipulega og unnt er. Þó er það til, að rödd hinna
bóklausu komi sjálf til skila í heimildum annarra. Blásnauð
kerling, sem kvödd er til vitnis í sakamáli. Afrískur höfð-
ingi á skipti við Vasco da Gama, og sagnaritari Portúgala
hefur þetta eftir honum: „Hefði ég vitað, að þú tækir mig
til fanga, hefði ég hvergi komið, heldur runnið á merkur;
því betra er að vera sjakali og frjáls en veiðirakki og bera
gullhlekki.“9
Að einu leyti er erfiðara að fást við óskrifandi fólk Nor-
egs en höfðingja Afríku. Höfðingjaættirnar varðveita yfir-
leitt trausta erfðahefð, sem leggur til stiklur í söguna tals-
vert langt fram. Slíkar erfðahefðir eiga ekki hinir áhrifa-
lausu, — til hvers værí það þeim? En að öðru leyti stöndum
við betur að vígi: Það var þó minna djúp staðfest og
ríkari skilningur milli embættismanna og fátæklinga í
Noregi en milli evrópskra landkönnuða og afrískra heið-
ingja. Hvort sem er, mæta félagsfræðingar og sagnfræð-
ingar oft sömu heimildavandamálum; og á þessu sviði
held ég, að félagsfræðingamir geti lært meira af okkui’
en við af þeim.
Ég hef nú hvað eftir annað spáð því, að sagnfræðin