Saga - 1970, Síða 80
78
EDVARD BULL
En svona vandamál verða nú langflestir sagnfræðing-
ar lausir við hér eftir sem hingað til. Yfirleitt verður sag-
an áfram háskalaus, óhagnýtt, hrein rannsókn . . .
Nei! Öðru nær:
Fræði okkar eru notub hvern einasta dag, notuð á hundr-
uð þúsunda skólabarna. Þau eru notuð á hvert bam þessa
lands til að ala það upp, móta það, kannski innræta því
tilteknar þjóðfélagskenningar.
Og við, rannsóknarmenn og háskólakennarar, berum
jafnþunga ábyrgð og kennarar lægri skólastiga á því,
hvernig sagnfræðin er þar notuð. Ein ástæða veldur lang-
mestu um, að ríkið skuli greiða okkur laun af fé skatt-
borgara: Það á að kenna skólabörnum sögu, og við eigum
að mennta kennarana. Það, sem við leggjum af mörkum,
er ekki fræðilegar ritgerðir okkar; þær eru ekki síðasta
„framleiðslustigið“, heldur sögukennslan í skólunum.
En það er uggvænlegt, hvað við vitum lítið um þessa
„afurð" okkar, og furðulegt, hvað við höfum lítinn áhuga
á henni. Við vitum lítið, hvaða gildismat og hugsunarhátt-
ur bömum er taminn í sögukennslunni. E. t. v. eigum við
t. d. hlut að því að hlaða undir þá hugmynd, að hvítir menn
standi öðrum framar eða að sagan stefni að því lokamarki
að koma fram Lútherstrú og þingræði. Ég er hræddur um,
að við höfum ekki margir lagt okkur eftir að lesa kennslu-
bækurnar í sögu eða setið í sögutímum bamaskólanna.
Flestir vitum við ekki, hver er endanlegur ávöxtur starfs
okkar!
Á aðeins einu get ég reist þá spá, að þetta muni breyt-
ast á næsta áratug: Eitt vígorð stúdentaóeirðanna er
„úttekt á fræðunum“. I því felst meðal annars athugun
á því, til hvers kennslugreinarnar séu í reynd notaðar-
Stundum gremst okkur, þegar róttækir æskumenn segja
okkur, að allt, sem við látum gert eða ógert, feli í sér
pólitíska athöfn. En við háskólakennarar ættum, hversU
hlutlaus og fjarræn vitsmunaiðja sem starf okkar virðist
vera, að ræða og kryf ja oftar en við gerum samfélagslegar