Saga - 1970, Page 84
82
HILMAR FINSEN
lauk prófi í lögum 1846 og hændist sem margir aðrir ungii’
menn þeirrar tíðar að Þjóðfrelsisflokknum, fulltrúum hinn-
ar dönsku borgarastéttar. Hann tók þátt í Slésvíkurstríðinu
fyrra og var þar herdómari, en 1849 var hann skipaður
bæjarfógeti í Sönderborg á Als-eyju. Að sjálfsögðu fylgdi
hann hinni svokölluðu Egðustefnu Þjóðfrelsismanna, þ. e.
innlimun Slésvíkur í danska konungsríkið. Hann gegndi
þessu embætti til 1864. Þá tóku Prússar Als herskildi,
og varð Hilmar Finsen að hverfa þaðan til Kaupmanna-
hafnar svo sem fjölmargir aðrir danskir embættismenn,
er hertogadæmin gengu undan ríkinu.
Trampe greifi og stiftamtmaður fór af íslandi 1860, og
hin næstu ár stóð danska stjórnin í svo ströngu, að hún
skipaði ekki mann í stað hans, en lét Þórð Jónassen dóm-
stjóra gegna störfum stiftamtmanns á íslandi. En nú var
Hilmar Finsen embættislaus maður, og bauð stjómin hon-
um þá stiftamtmannsstöðu á íslandi, og varð hann við
því. Fyrir margra hluta sakir var hann vel fallinn til
þessa starfs; hann hafði um árabil verið yfirvald erlends
þjóðernis, hinna þýzku þegna Danakonungs í Slésvík, og
sjálfur var hann íslenzkur í föðurkyn. Á því er enginn
vafi, að Hihnar Finsen hafði fullan hug á að leysa sam-
búðarvandamál Danmerkur og íslands á þá lund, að báðir
aðilar mættu við una. En að sjálfsögðu var hann framar
öllu danskur konunglegur embættismaður, svo sem ljóst
er af bréfum þeim, sem hér eru birt. Svo sem kunnugt er,
varð Hilmari Finsen ekki að von sinni um, að danska
stjórnin gengi að samkomulagsfrumvarpi alþingis 1867-
Hann varð að standa af sér storma mikillar pólitískrar
orrahríðar hin næstu ár. Af bréfum hans má sjá, að hon-
um hefur verið það mjög í mun að koma á öflugri stað-
lægri stjórn á Islandi, — hvað sem sjálfu stjómarskrár-
málinu liði, — og hugmyndin um landshöfðingjaembættið
er frá honum runnin. Hann var skipaður landshöfðingi áT'
ið 1873, ári áður en íslandi var gefin stjórnarskrá af kon'
unglegu fullveldi, og það embætti hélt hann í tíu ár. Þ3,