Saga - 1970, Side 116
114
HILMAR FINSEN
Ríkisráðsins og fylgdi Þjóðfrelsismönnum að málum, en hændist
hin síðustu ár að Bændavinaflokknum. Það var að sumu leyti til
að blíðka flokk Þjóðfrelsismanna, að Frijs greifi fól þessum borg'
aralega embættismanni dómsmálin í sinu aðalborna ráðuneyti-
Hann var þá þegar orðinn kvellisjúkur og andaðist i júlí 1867. Þa
tók Rosenörn-Teilmann við embætti hans. Leuning og Hilmaf
Finsen voru höfundar að því frumvarpi til stjórnarskipunarlag3’
sem lagt var fyrir alþingi 1867.
3 Komiteens Sammensætning: Stjórnarbótarmálið var tekið á dag'
skrá alþingis 3. júlí, og var kosin 9 manna nefnd til að fjalla um
það. 1 henni voru þessir þingmenn: Benedikt Sveinsson, Eiríkur
Kúld, Halldór Friðriksson, Jón á Gautlöndum, Jón Guðmundsson
ritstjóri, Jón Hjaltalín, Páll Vídalín, Stefán Jónsson og Stefán
Thordarsen.
4 afgav den Erklæring: Hilmar Finsen flutti þessa yfirlýsingU a
þingfundi 29. ágúst við upphaf undirbúningsumræðunnar. Tí®-
frá Alþingi Islendinga I, 802—803.
5 TJdkastet: Hér er átt við frumvarpið, svo sem það var úr garð'
gert af hálfu alþingis 11. sept., og kallast það: Stjórnarskrá ís'
lands. Tíð. frá alþ. Isl. II, 618—631.
6 pp: praeter plura ■— auk meira.
7 Udkastets pp 10 og 21: Fyrri gr. frumvarpsins var á þessa lund’
Konungur kveður sér ráðgjafa fyrir Island og menn í landstjórn-
ina og víkur þeim úr völdum; hann kveður á um tölu þeirra oS
skiptir verkum meö þeim.
Ráðgjafinn flytur fyrir konung frá landsstjórninni öll þau lög'
gjafar- og stjórnarmálefni, sem varða Island sérstaklega og undir
úrskurð konungs liggja að lögum, svo flytur hann og fyrir konung
þau mál, sem ræðir um i 6. gr. Undirskript konungs undir málin
veitir þeim fullt gildi, þá er einn landstjóranna ásamt ráðgjafan'
um, eða ráðgjafinn, ritar undir með honum, og er þá ákvörðum11
á ábyrgð þess eða þeirra, er undir rita með konungi.
Síðari greinin (21. gr.) hljóðar svo:
1 landsstjórninni á Islandi skulu vera einn maður eða fleiri, og
hefir hún á hendi í nafni konungs stjórn allra þeirra málefna’
er varða Island sérstaklega. Þessi landsstjórn undirbýr héðan a
landi öll þau hin sérstöku mál, er konungs undirskript kemur
og sendir þau konungi með tillögum sínum.
Allir embættismenn og sýslunarmenn, sem skipaðir eru á
landi, eru undir landsstjórninni.
8 er konunen tilorde baade i Bladet „Thiodolf" og i en Artikel
„Fædrelandet: Um þetta, sjá: Afdrif stjórnarskipunarmálsins n
Alþingi 1867, Þjóðólfur 20. sept. 1867. Greinin: Brev fra Reykja''1 ’
d. 20de October 1867, birtist í „Fædrelandet" 13. nóv. 1867. Hún e
'a o
til’
ÍS'
eftir Gisla Brynjólfsson og hafði hann tveimur árum áður skrif°
grein með sömu yfirskrift að loknu alþingi. ^
Xldeladelsen af p 9: 1 frumvarpi dönsku stjórnarinnar hljú®8
þessi grein svo: Konungur ákveður, hverjum ráðgjafa sinn‘