Saga - 1970, Side 122
120
BJÖRN O. BJÖRNSSON
inn nefnir í næstu ritgerð sinni „austræna víkingakynið.-')
Með nafninu „eldri járnöld“ á Norðurlöndum er almennt
átt við tímann frá lokum bronsaldar, um 500 f. Kr„ til
loka „þjóðflutningaaldar", um 600 e. Kr. — m. ö. o. rúml-
1000 ára tímabil. „Yngri jámöld“ nær svo til víkingaaldar-
loka eða um 1100, m. ö. o. allt að 500 ára tímabil. Eldri
járnöld Norðurlanda skiptist hins vegar í „keltneska j árn-
öld“ (eða „förromersk tid“) frá bronsöld til tímans um
Krists burð, „rómverska járnöld" til ca 400 e. Kr„ og
,,þjóðflutningaöld“ til ca 600 e. Kr. „Yngri járnöld"
skiptist í „Meróvingaöld" (í Noregi) til ca 800 e. Kr. og
„víkingaöld".
Ummæli prófessorsins, tilfærð hér, virðast tjá þá skoð-
un, að þorri Norðurlandabúa á eldri jámöld hafi vei-ið af
kynstofni „austrænu víkinganna“. Er hvort tveggja, ao
ummælin út af fyrir sig verða vart skilin öðru vísi, o9
hitt, að prófessorinn telur, að hinn aðalkynstofninn á vík-
ingaöld (er hann nefnir „vestrænu víkingana") hafi
myndazt á víkingaöldinni við kvnblöndun „austræna vík'
ingastofnsins" með Bretlandseyja-búum, — og verð ég að
segja, að það finnst mér, eftir ástæðum, hröð kynblöndun-
Því að hér var yfir Norðursjóinn að sækja og mannmöd?
þjóð, sem myndaðist, svo sem marka má af því, að lS'
lenzka þjóðin er að kalla gervöll af þessu kyni og að vík-
ingamir, sem fóru úr Noregi til hemaðar og landnáms a
Vesturlöndum, voru, almennt viðurkennt, hér um bil elD'
vörðungu af þeim svæðum Noregs, sem landnámsmenn
Islands komu aðallega frá, einkum af svæðunum sunnan'
og vestanfjalls, og er því mikil ástæða til að ætla, að þeir
hafi aðallega verið af „vestræna víkingastofninum“ (e\
próf. Jón nefnir svo), enda styðst sú tilgáta við hina, Þ^1
miður, fáu beinafundi á Bretlandseyjum og írlandi, seííl
raktir verða með vissu til víkinga: þar er „vestræna vík'
ingakynið" yfirgnæfandi, að mér skilst. En til BretlandS'
eyja, Irlands og Færeyja fluttist sægur af hinum umgetn^
svæðum Noregs. Hefur varla helmingur þess fólks flntz