Saga - 1970, Side 124
122
BJÖRN O. BJÖRNSSON
og Bretlandseyjabúa annars vegar, en íslendinga hins veg-
ar. Og kem ég nánar að þessu tvennu seinna.
Af öllu þessu finnst mér, að draga verði þá ályktun, að
þessi skýring próf. Jóns Steffensens á uppruna „vest-
ræna víkingakynsins“ komi ekki til greina.
Flestir helztu fornfræðingar Noregs á 20. öld hafa haft
fyrir satt, að fólk „rómverskrar járnaldar“ í Noregi hafi
flutzt inn í landið — aðallega í einni flóðbylgju undir lok
4. aldar e. Kr.1 Hvaðan — verður varla sagt í stuttu máli,
og hefur aldrei enn verið gerð grein fyrir því á opinberum
vettvangi, — en svo mikið er óhætt að segja, að varla
svipar búnaði líkgrafa neins annars germansks lands á
rómverskri járnöld jafnmikið til hinna norsku sem búnaði
líkgi'afa dönsku eyjanna. Og ekki lá neitt germanskt lík-
grafaland með svipuðum menningareinkennum jafnvel við
Noregi sem dönsku eyjamar. í Danmörku er það aðal-
lega, sem beinagrindurnar sjálfar hafa varðveitzt síðan á
rómverskri járnöld. Hins vegar hefur lítið fundizt þar af
gröfum eldri jámaldar frá seinni tíma en áliðinni 4. öld, —-
en þá tekur Noregur við, einkum suður- og vestur-strend-
urnar — þ. e. a. s.: Frá lokum 4. aldar e. Kr. eru gerðai'
margar líkgrafir á þessum svæðum, búnar í aðalatriðum
út frá sömu sjónarmiðum og þær á dönsku eyjunum a
rórnv. jámöld: grískum og rómverskum sjónarmiðum, með
fjölda erlendra muna, fyrst innfluttra frá svæðum klass-
ísku menningarinnar og menningarsvæði Gota við Svarta-
haf, en seinna germanskra eftirlíkinga slíkra, — auk
(myndarlegra) þjóðlegi'a muna. Þessar norsku líkgrafir
eru langflestar frá þjóðflutningaöld (ca 380—600 e. Kr.)>
þó að strjálingur sé þar og frá allri 4. öld og jafnvel eldn,
einkum á Vestfold og Austfold, en á Upplöndum frá ca-
200—400 e. Kr.
1 H. Shetelig, Helge Gjessing, A. W. Brögger (a. m. k. i Det norsk®
folk i oldtiden), Jan Petersen, Sigurd Grieg, Johs. Böe (að nokkru a'
m. k.), Möllerop, Björn Hougen (fremur a. m. k.), A. Björn (að því ar
tekur til tímans fyrir 380 e. Kr.), Halvdan Koht, Magnus Olsen o. 0'