Saga - 1970, Page 132
BJÖRN O. BJÖRNSSON
130
meðtalið fólk hinnar rómv. járnaldar, sem Shetelig tald1
hafa flutzt inn undir lok 4. aldar e. Kr.). Enda gæti sú
kollsteypa alls ekki samrýmzt þeirri skoðun, sem prófess-
orinn lætur í ljós í 3. ísl. ritgerðinni — og flestir munU
telja alveg hárrétta: að járnaldarlíkgrafimar á Norður-
löndum sýni bara aðflutt höfðingjakyn (sbr. og t. d. frá-
sagnir í Heimskringlu og Snorra-Eddu), er lagt hafi lönd
þessi undir sig hvert af öðru og hafi gætt þess lengi vel,
með árvekni og strangleika, að blandast ekki annarlegu
blóði. Þetta kyn hafi því verið mjög fámennt, tiltölulega,
og engin veruleg áhrif getað haft á blóðflokkaskipan íbúa
Norðurlanda. Á hið síðasttalda einnig við um Suður-
Herúla, sem fluttust til Suður-Svíþjóðar árið 512.
M. ö. o.: Álíta verður, að þegar innrásin er gerð í Nor-
eg, í lok 4. aldar, hafi blóðflokkaskipan íbúanna, er fyrú'
voru, verið mjög svipuð því, sem hún er nú, — og að blóð-
flokkaskipan fslendinga sé því ekki frá þeim runnin. Huu
hefur þá borizt til Noregs með fólki hinnar rómversku
jámaldar.
Þessi síðasta ályktun felur það í sér, að forfeður „aust-
ræna víkingakynsins“ hafi engan veginn verið einir uiu
hituna, er innrásin var gerð á strendurnar milli Vest-
foldar og Raumsdals (að báðum landshlutum meðtöld-
um) í lok 4. aldar e. Kr.: þominn af innrásarfólkinu haf1
verið af öðru bergi brotinn, sem svo í Noregi hafi oroæ
uppistaðan í „vestræna víkingakyninu“. Að minnsta kosÞ
hinir síðamefndu hafa verið með mjög svipaða blóðflokka-
skipan og íslendingar: tiltölulega mjög margt O-gena, en
tiltölulega fátt A-gena. Forfeður „austi-æna víkingakyuS'
ins“ og forfeður „vestræna víkingakynsins“ komu saiua11
til Noregs — í nokkurs konar fóstbræðralagi. Mér seg11’
svo hugur — og tel málavexti benda afdráttarlaust til þesS’
----að „austrænu víkingarnir“ hafi verið sú fámenna
góðmenna stétt, sem á víkingaöld var nefnd hersar, en
„vestrænu víkingamir“ hafi verið höldarnir. Ilið síðaf'
nefnda kæmi t. d. alveg heim við það, að hver íslendingnl'