Saga - 1970, Blaðsíða 134
132
BJÖRN O. BJÖRNSSON
aldar var enn meðal hinna menningarmeiri germanskra
þjóða. I suðurhluta Jótlands, að minnsta kosti, voru Engl'
ar nokkurs konar tengiliður Vestur-Germana og Norð-
urlanda-búa. Menningarsvæði Engla náði norður undir
Árósa-svæðið, og Fjón var í nánum menningartengsluiu
við það — og Sjálands-svæðið við Fjón.1
Ástæðan til þess, að líkgrafafólkið á Sjálands-svæðinu,
með því sem við tolldi af brunagrafafólkinu þar, fluttist
til Noregs í lok 4. aldar, gæti sem bezt hafa verið sú, ajð
það hafi einmitt verið þá, sem „Dönum“ tókst að ná Sj^'
lands-svæðinu af Herúlum.2 Fyrir því hef ég knýjandi rök.
sem ég mun reyna að koma á framfæri við annað tækifser1-
Til bráðabirgða get ég þess hér, að sumir viðurkenndir
fomfræðingar hafa hallast helzt að þeirri tímaákvörðun»
svo sem Henrik Schúck í Svenska folkets historia.3 * * * * * * *
1 Englar, og þjóðir náskyldar þeim, sem Tacitus nafngreinir í
maníu, en annars er að mestu ókunnugt um, voru, að hans sögh’
Vanadýrkendur (hann notar að vísu ekki það orð, heldur nafn Njar
ar og lýsir átrúnaðinum sem frjósemdardýrkun). Hins vegar virð*
og er ekki annað liklegra en að líkgrafafólkið hafi haft einhvers k01’
ar frumdrög að Ásatrú. Hvað er þá liklegra en að það sé upp úr ar
sögnum um upphaflegan fjandskap milli innrásarþjóðarinnar og þeirr
ar, sem fyrir var, en seinna „fóstbræðraiag" þeirra, sem helgisög11^
um upphaflegan ófrið og seinna fóstbræðralag Ása og Vana h*1'11
aðist? gS
2 Skv. hinu latneska sagnfræðiriti Getica, eftir Austgotann Jordan
— útdrætti úr glötuðu sagnfræðiriti eftir Cassiodorus, merkasta
bættismann Þjóðreks mikla Austgota-konungs á Italíu kringum ^
e. Kr. — tókst „Dönum“ (er höf. segir hluta af sænsku þjóðinni)
„reka Herúla úr landi þeirra“, — Herúla — þ. e. a. s.: Flestir Þ®:
skilið ummælin þannig; svo og að umrætt land sé Danmörk, en
hníga flest rök önnur að þessu hvoru tveggja. . ^
3 Fjöldi nafnkunnra fornfræðinga hefur taliö, að Danmörk hafi
rómverskri járnöld verið heimaland Herúla (sem annars eru aikun
úr sögu þjóðflutninganna miklu); meðal slíkra (af Norðurlanda-m0^
um) mætti nefna t. d. Sviana v. Friesen og Wessén og Danina DukiU ^
og Albrechtsen. Hins vegar var útstreymi Danmerkur-Herúla til ke .
aðar í Suðurlönd allt eins mikið og frá afkomendum þeirra í ^01"^
á vikingaöld til Bretlandseyja og Irlands. 1 báðum tilvikum ^ ^
þetta hernaðarútstreymi til þess að þeir misstu heimaland sitt, Þy
flestir ungu mennirnir voru með megnið af vopnunum í hernaði