Saga - 1970, Page 138
136
BJÖRN O. BJÖRNSSON
„vestrænu víkingarnir“ eru að kalla hreint líkgrafafólk,
þegar til Bretlandseyja, írlands og íslands er komið.
Landnámsmenn tslands voru aðallega af höldum komnir,
Iíklega með allverulegri íblöndun hersablóðs (sjá Land-
námu) — jafnframt því að ómótmælanlega líkleg er kenn-
ing Jóns Steffensens í þriðju íslenzku ritgerðinni og (&ð
vísu óákveðnar) ensku ritgerðinni: „Vestrænu víking'
arnir“ voru að uppistöðu til af fomum O-gena-stofni, seW
einnig náði (og nær) yfir Skota og tra og (í minna mæli)
Englendinga. ívafið, að því er „vestrænu víkingana“ snert-
ir, var m. a. og e. t. v. einkum „austræni víkingastofninn“,
og liefui' próf. Steffensen að vissu leyti gizkað á þa<^
einnig. Raunar hafa „fæddir“ höldar varla gert mikið ao
því að mægjast „frumbyggjum“, — annars hefðu Hyndiu-
ljóð varla lagt svo mikla áherzlu á það að vera „höldboi’-
inn“ (og hersborinn").* 1
Framangreind skýring mín á arfgengum vaxtarlags-
einkennum og blóðflokkaskipan íslendinga hefur þá vænt-
anlega leitt það í ljós, að líklega hefur þorri þeirra íbún
Noregs á vílcingaöld, sem ekki voru afkomendur innrásai’-
fólksins frá lokum 4. aldar e. Kr. né heldur Herúla þeirra,
sem til Suður-Svíþjóðar fluttust árið 512, verið tiltölulega
lítið skyldur því fólki, sem fluttist vestur um haf á vík-
ingaöld. Þetta styðst og að nokkru af þeirri kenningu H-
Bryns, að forfeður íbúa Mið- og Norður-Skandinavíu, ^
norrænu kyni, hafi flutzt þangað úr suðaustri, en forfeður
íbúa Suður-Skandinavíu gegnum Danmörku.
Loks er það þá enska ritgerð próf. Jóns Steffensens,
The Physical Antropology of the Vikings (1953). I henui
kemur í aðalatriðum ekkert fram, sem ég hef elcki ræH
hér að framan. Það verða því að eins nokkur einstök
atriði hennar, sem ég geri nú að umtalsefni.
i Sbr. og t. d., að með Söxum var það dauðasök að giftast maka
annarri stétt. (Reallexikon der Germanischen Altertumskunde, Uan
1, Lieferung 1, bls. 70).