Saga - 1970, Side 142
140
BJÖRN O. BJÖRNSSON
Tiltölulega fleira hlýtur að hafa verið af líkgrafafólki
meðal þeirra, sem til Noregs fluttust, en verið hafði 1
Danmörku, því að það hlýtur að hafa verið fyrst og
fremst yfirstéttin í Danmörku, sem „Dani“ flýði.
Hér á undan hef ég nú í aðalatriðum gert rökstudda
grein fyrir skoðunum mínum um allsherjarætterni land-
námsmanna íslands, að því er til Noregs tekur, en þaðan
álít ég Islendinga aðallega ættaða. Ég hef ekki trú á þvl
fremur en prófessor Jón Steffensen (svo að annaira se
ekki við getið að sinni), að íslendingar séu að mjög stóruin
hluta af Keltum komnir (sbr. t. d. tunguna), þó að mis'
jafnt geti verið eftir héröðum (sbr. Breiðafjörð, einkum
Dalasýslu). Dr. Jens Pálsson mun væntanlega, áður en
langt um líður, upplýsa okkur nánar um það. Hins vegar
tek ég undir það með prófessonium, að blóðflokkaskipan-
in virðist sýna, að íslendingar séu, engu að síður, runnu'
aðallega af stofni, er sé einnig helzta uppistaðan í kyn-
blöndu íra og kynblöndu Skota, tiltölulega lítt skyldum
Skandinövum. Og hef ég hér að framan sett fram skýringu
á, hvemig í því gæti hafa legið, meðfram studda sögu'
legum sjónarmiðum, er aftur styðjast mjög við fomleifa'
fræðilegar röksemdir. Er ég og samþykkur prófessornnm
í því, að engin von sé til, að úr þeim rannsóknarefnum
verði leyst nema með atbeina fleiri vísindagreina eíl
einnar, — þar á meðal ekki hvað sízt náttúrufræðilegí'nT
mannfræði.1
Reykjavík, á árinu 1968.
Björn O. Björnssom.
i Saga vill eigi sízt taka undir þá ósk greinarliöfundar, að hér eltl
verði beitt tækni margra visinda saman við lausn á ráðgátum _
þessum og árangur birtur í ólíkum tímaritum. Á verksviði Sögu S1 ,tt
ar er ekki anthropológísk könnun fjarlægs né forns þjóðahóps <ne'^
fremur en læknisleg nútiðarmannfræði), og enn fleira skortir ritið
að geta birt stærri sögugrein en þetta um efnið.
B. 8-