Saga - 1970, Blaðsíða 146
144
JÓN SIGURÐSSON
1877 að kærum á hendur nokkrum ráðherrum Estrup-
stjórnarinnar fyrir Landsdómi Damnerkur. Við fráfall
C. C. Albertis þótti opið skarð fyrir skildi, og fylgdi honuiö
mikið fjölmenni til grafar. Árið eftir reistu bændur hinuiu
ástsæla leiðtoga sínum minnisvarða í Sórey, og þess el
getið, að víða á heimilum þeirra væri að finna mynd af
C. C. Alberti innrammaða á stofuvegg.5
í þessu umhverfi ólst Peter Adler Alberti upp í skjób
bændaleiðtogans föður síns. Raunar var hann um marga
hluti ólíkur föður sínum frá fyrstu tíð, svo sem sýnt muu
verða. Þannig minnist Marcus Rubin þess, að skólafélag'
ar Peters hafi kallað hann „amoralsk“.6 Mun það mála
sannast, að eklci átti C. C. Alberti miklu sonaláni að faguaj
og minnist Rubin einnig annars sonar hans, er lenti í fjal'
svikamáli, nokkru áður en Peter A. Alberti varð upPvlS
að brotum sínum. Mun bróðirinn hafa hrökklazt úr lauó1
. * 7
til Vesturheims, en sloppið þannig undan réttvísmm-
Systir þeirra bræðra, Sophie Alberti, var á hinn bógm11
mesti skörungur og sómakona, og er hennar minnzt 1
danskri sögu sem eins af lirautryðjendum danskra kveu-
réttindamála.
Geymzt hefur lýsing eins skólafélagans á Peter Adlel
Alberti, en hún er í bæklingi eftir Th. Graae, og íslenzk
blað þýddi úr þessum bæklingi nokkrar setningar þegal
Alberti-hneykslið var efst á baugi. Graae segir, í þýðingu
blaðsins: „Útlitið var þannig, að menn hlutu að veita h°n
um eftirtekt. Hann var risavaxinn og sterkbyggður, eU
stirðlegur nokkuð, hálsstuttur og höfuðið allt of h'tið 1
samanburði við skrokkinn. Hann leit út fyrir að vel|J
heilbrigðin sjálf, var rjóður í kinnum, með fjörleg, óó|v'
og góðleg augu, en dálítið glettnisleg. Eitthvað var Ú1
viðsjálsvert í útlitinu. Munnurinn bar vott um góða V
á þessa heims gæðum. Þetta var auðsjáanlega maður, selT1
ætlaður var til þess að nota sér heiminn, eins og hann elj
en ekki til þess að láta sér nægja vonina um annan be
hinumegin. En algerð mótsetning við útlitið var sú k£erU