Saga - 1970, Page 150
148
JÓN SIGURÐSSON
á, hve smjörheildsalamir græddu á tá og fingri. Stakk hann
upp á nýjum samtökum um þessi mál öll, er væru í eigu og
undir stjórn bænda sjálfra, og bauðst til að taka að séi
að stofna þau. Bændur tóku boðskap athafnamannsins
með miklum fögnuði og þóttust sjá, að merki Albertis
eldra var hér enn borið í styrkri hendi sonarins. Það er
athyglivert í þessu efni, hve Peter A. Alberti kunni straX
að hagnýta sér samvinnustefnuna, en hún naut almenns
fylgis meðal bænda. Þetta er því athygliverðara sem Al'
berti stóð um þetta leyti Hægrimönnum mjög nærri 1
stjómmálalegum viðhorfum. Kemur hér vafalaust frafl1
stjómmálakænska hans, og raunar er því ekki að leyna>
að hann stýrði þessum fyrirtækjum yfirleitt eins og þaU
væru hans eigin. Hann þótti sýna mikinn dugnað og hag'
sýni í uppbyggingu þeirra, og tryggði það stuðning bsenda
við hann. 150 mjólkurbú í landinu gerðust aðilar að útflutn-
ingssambandinu. Þess má geta, að auk formennsku annað'
ist Alberti gjaldkerastarf í Útflutningssambandi smjöi'
framleiðenda, en til hvers hann notaði þessa aðstöðu sína»
á síðar eftir að koma fram. Enn fremur stóð hann fyrl1
byggingarfyrirtæki og var raunar bæði gjaldkeri og 1
fræðilegur ráðunautur þess. öll þessi fyrirtæki batt Petei
A. Alberti saman böndum, sem reyndist hreint ekki auð'
velt að greiða úr, þegar að því kom loks, að rannsóknar
dómararnir freistuðu þess.
Að öllu saman teknu naut Peter Adler Alberti nú ein
stæðrar aðstöðu til áhrifa og forystu fyrir sj álenzkun1
bændum, og hann gat notfært sér aðstöðu sína til hinS
ýtrasta í krafti gáfna sinna og ötulleika, enda skirrðis
hann aldrei við að sæta lagi. Brátt eignaðist hann óvildnr
menn, en sá þótti aldrei öfundsverður, sem lenti milli tanna
Albertis yngra, og beygðist snemma krókurinn um mselsku
list og sannfærandi málflutning, en um leið þá ósvífn1,
sem þessi skeinuhætti deilumaður varð síðar þekktur a '
Jafnframt eru bæði dönsk blöð og hin íslenzku til vitulS
um, að Alberti hafi verið „fremur vinsæll meðal þeijn"3’