Saga - 1970, Page 154
152
JÓN SIGURÐSSON
að lifa sjálfur æðsta draum hinnar rísandi borgarastéttar:
höndla einkaeignarréttinn og það með illu, ef ekki góðu.
Hvað var eðlilegra en að ungur fullhugi hataði þá, sem
reyndu að kollvarpa hinni glæsilegu heimsmynd hans sjálfs
og voru sífelld ögrun við hana? Framgjam borgari hatar
byltingu, og róttæk öfl ögra hatri þess, sem veit sér ógnað.
Það er aftur önnur saga, að P. A. Alberti átti einkum eftir
að sinna hinni hliðinni á einkaeignarréttinum: stuldinum-
En Hægramanninum P. A. Alberti varð ekki langlífis
auðið, og átti hann fyrir sér meiri framtíð í hópi Vinstri-
manna. Það er þó ljóst,2 að í röðum þeirra gætti nokkurrar
tortryggni í garð hins brotthlaupna Hægramanns í fyrstu.
En hún breyttist brátt í fullt traust. Enn fremur er það
athyglivert, og samkvæmt því er að ofan greinir, að Alberti
yngri hafði barizt gegn róttækni, meðan hann var enn ekki
orðinn hægrisinnaður almennt. Hann hefur þannig, hvar
sem hann fylgdi flokki, talið það heilaga köllun sína að
sækja gegn róttækum samfélagsöflum.
Árið 1892 var gengið til Þjóðþingskosninga, og hafði enn
ekki tekizt samkomulag um fjárlögin. Skyldi kosið að nýju
hinn 20. apríl. Við þessar kosningar bauð Alberti sig fram
í kjördæminu Koge á Sjálandi, rétt sunnan við Kaupmanna-
höfn. Hann var frambjóðandi Hægfara Vinstrimanna
Moderate Venstre), en þeir höfðu bandalag við Hægrimenn
í þessum kosningum víða um land. Val kjördæmisins var
ekki út í hött, enda stóð ríki Sparisjóðs sjálenzkra bænda
einmitt á þessum slóðum. En það væri synd að segja hann
hafa ráðizt á garðinn þar sem hann var lægstur. Þama atti
hann kappi við eldhugann og hugsjónamanninn Vigg°
Hörup ritstjóra. Þegar Þjóðviljinn ungi, blað Skúla Thor-
oddsens, minntist falls Albertis, var honum lagt það
lasts að hafa fellt Hörup, „einn hinn ágætasta stjórnmáln-
manna Dana“.3 Hörup, vinur föður hans, var einmitt eim1
helzti forvígismaður róttækra Vinstrimanna og einhver
áhrifaríkasti umbótamaður landsins. Hann var ákveðinn
og víðsýnn fulltrúi hinna lýðræðissinnuðu afla úr röðum