Saga - 1970, Síða 170
168
JÓN SIGURÐSSON
sjálfstæður og viljasterkur. Þá lét hann og mjög til sín
taka í samkvæmislífinu, þótti manna myndarlegastur a
velli, smekkmaður og sælkeri hinn mesti. Alla tíð unni
hann góðum vínum, vindlum og dýrum krásum, og var
þó aldrei óreglumaður. Mælskusnillingur þótti hann og'
áróðursmeistari og beitti jafnt rödd sem penna. Sunis
staðar sé ég í yfirlitsritum, að aftur og aftur er til þess
vitnað, sem Alberti hafði um hlutina að segja, og eru það
einatt snögg og hnyttin tilsvör.19 Þá var hann og gæddur
því, sem maður í stöðu hans þurfti svo mjög á að halda:
takmarkalausum dugnaði og ósérhlífni, fullu og óskoruðu
sjálfstrausti og metnaði, en vel úti látnum skammti o-
svífni og hörku. Helgi Hjörvar lýsti honum af alkunnn
smekkvísi sinni og hittni svofelldum orðum: „Hann var
hugrakkur og rósamur, ótrauður til hryðjuverkanna í vörn
og sókn, þunghöggur, gersamlega vægðarlaus og þó allra
manna gætnastur og vitrastur, fámáll utan ræðustólsius
og svo dulur, að enginn maður vissi hug hans.“20 Loka-
orð Helga eru ekki sízt hæfin, því að er hér var koniið
sögu, hafði þjóðskörungurinn ýmislegt í pokahorninu, sem
ekki þoldi dagsins ljós.
IV. Straumhvörfin.
Undir aldamótin 1900 var framsýnum mönnum Dan-
merkur orðið ljóst, að tímaglas Hægristjórnarinnar var að
renna út. Þegnar Danakonungs aðrir, Islendingar, höfðu
einnig á sér andvara og væntu sér mikils af stjómarskipt'
um. Umbótasinnaði Vinstri flokkurinn efldist sífellt að
vexti og áhrifum, enda bar bylgja tímans haiin fram sem
tákn þeirra samfélagsafla, sem óðum tóku sér forystuna
á hverju sviðinu af öðru. Flokkurinn var á þessu skeiði
allsæmilega samstæður og naut styrkrar og skynsamle?1'
ar forystu hins snjalla leiðtoga síns, J. C. Christensens. Þ^ð
verður ekki af ,,bræðingi“ Bojsens skafið, að hann lagð1