Saga - 1970, Blaðsíða 180
178
JÓN SIGURÐSSON
stöðu íslendinga með sama hætti og fyn-, en töldu stefnu
dr. Valtýs og manna hans einbert undanhald og svik. Franv
an af bar þessi flokkur nafn af foringja sínum, Benedikt
Sveinssyni sýslumanni, en hann lézt 1899, og nefndist
stefna flokksins „Benediktslca“. Eftir lát Benedikts vdl
flokkurinn í rauninni alls ekki samstæð heild og hafði nm
aldamótin ekkert jákvætt lagt fram í landsréttindamálun'
um, en aðeins klifað á andstöðunni við tillögur Valtýs
manna hans. Auk hinna fyrri fylgismanna Benedikts
Sveinssonar, sem áttu fylgi meðal bændastéttarinnar, fyU^u
flokkinn, þegar hér er komið sögu, áhangendur Magnúsm
Stephensens landshöfðingja og embættismannavaldsins 1
landinu. Mun þeim ekki sízt hafa legið það á hjarta, ;i
völdin innan lands færðust ekki til um of við hinar væntan'
legu breytingar. Og frá aldamótunum hafði þessi armur a
hendi alla forystu flokksins. Þá er þess og að geta, að el
kemur fram um aldamótin, hafa Heimastjórnarmenn l°^s
tekið á sig rögg. Lögðu þeir fram á þingi frumvarp, Þal
sem kveðið er á um, að ráðherrar íslandsmála skyldu veia
tveir, sæti annar í Reykjavík, en hinn í Kaupmannahöfn-
Var frumvarpið lagt fram til höfuðs tillögum Valtýin£a’
en átök flokkanna voru alla tíð svæsin, og streita þeirra un1-
völdin átti eftir að setja mark sitt á alla viðleitni íslen
inga til aukinna þjóðréttinda, eftir að hin nýja stjór n
Vinstrimanna í Kaupmannahöfn léði máls á nýjungu®- ,
Þegar Vinstrimenn skipuðu fyrstu ríkisstjóm sína
Danmörku, héldu þeir þeim hætti, sem hafður var í stjoin
um Hægrimanna, að málefni íslendinga lytu embætti dóms
málaráðherra.0 Komu þessi mál því til meðferðar ja^u
aldra íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu, Peters Adlers Albert1®'
Þannig varð hann um skeið með nokkrum hætti miðdep1
inn, sem íslenzk sjálfstæðisbarátta beindist að, og féll Þ
í hlut hans að veita Islendingum meiri leiðréttingu ma ‘
þeirra en þeir höfðu fym átt að fagna.
Þegar íslendingum bárust fregnir af stjórnarskiptunUllU
brugðust Valtýingar hinir kátustu við og hugðust nú bia