Saga - 1970, Page 184
182
JÓN SIGURÐSSON
íslandsmálaráðheri’ann hefur vel mátt una þeirri virðingu,
er vísan lýsir:
AUir mœna á Albertí,
ás hins nýja siBar;
ætla aö renni upp öldin ný,
öldin ljóss og friðar.17
Sendiför Hannesar Hafsteins var í rauninni einkenn1'
legt tiltæki, sé litið yfir störf og stefnu Heimastjórnar-
manna, því að þeir höfðu einmitt talið það dr. Valtý Guð-
mundssyni til ævinlegrar hneisu, að hann hafði haft sani'
band við danska ráðamenn án umboðs eða leyfis Alþing!s’
Það gefur góða mynd íslenzkra stjómmála á þessum tíma»
að nú gripu þeir sjálfir til sama ráðs. Þegar skáldið og
glæsimennið Hannes Hafstein gekk á fund Peters AdlerS
Albertis, hins danska hefðarmanns og engu minna gl®sl'
mennis, og bar undir stórmennið erindi sín, kom ráðheri'
ann af fjöllum, dulur að vanda, og sagðist „ekkert hafa
getað sett sig inn í íslenzk mál“, að því er Hannes sjálfU1
reit í bréfi til Jónassens landlæknis.18 Aftur á móti lofað1
Albertí honum því, að hann skyldi brátt kynna sér máh11
til hlítar. Áður hafði Finnur Jónsson rætt við forystu'
menn ríkisstjómarinnar og án árangurs. Þótti honu111
Alberti hafa verið öllum þverari og erfiðari viðfangs. Segh
Finnur, að hinir forystumennirnir hafi ekkert haft vl
málaleitun sína að athuga, enda hafi verið til þess ætlnz
allt frá 1874, að sérstakur ráðgjafi færi með Islandsmá •
Hins vegar sagði Albertí honum, að hann vissi ekkert u1^
málefni íslendinga og bætti við: „det má jeg sove pá-
Þannig er ljóst, að fyrir leiðtogum umbótasinnaða Vinstra
flokksins voru Islandsmálefni aðeins aukageta sem ht
skipti, og áttu þeir um þetta óskipt mál við hina hötu
Hægi’istjórn. Og það kemur skýrt fram, að sá, sem Þel1
fá þessi efni til meðferðar, hefur ekkert um þau hugsa
Virða mætti hik Albertis í þeim sporum til hygginda, e
þó kom það einnig fram síðar, að hann lét þessi efni S1
á hakanum, unz honum gafst betri tími frá öðrum 111