Saga - 1970, Side 186
184
JÓN SIGURÐSSON
fund ráðherrans virðast fyrst og fremst hafa verið liður
í vaWabaráttu flokkanna á Alþingi Islendinga, þar sem
báðir kepptu þó að sama marki í þjóðréttindamálununi;
árangrinum átti að beita sem agni fyrir íslenzka kjósend-
ur.
Alberti kveður ekki upp úr um stefnu ríkisstjóniar
Umbótasinnaða Vinstraflokksins fyiT en á fundi í Þjóð-
þingi Dana hinn 21. október árið 1901, en þá svaraði hann
fyrirspum þingmannsins Christofers Krabbe, framlagðo
14.10., um þessi mál, en þess má geta, að Christofer Krabbe
og Harald Krabbe, faðir Jóns síðar skrifstofustjóra, vorU
bræðrasynir. Má geta sér þess til, að Jón hafi eitthvað koni-
ið þama nærri, enda segir dönsk heimild um afskipti JónS
Krabbe af þessum málum, að erfitt sé að dæma, hvort
mörg verka hans „er sket efter Direktiv fra Island ell©r
ved hans eget Initiativ."25 Alberti svarar því til, að stjóm*
in vilji ganga að kröfum Islendinga, þó þannig að ríkiS'
tengsl Danmerkur og Islands verði ekki rofin. Með þessU
er loks skorið úr um úrslit málsins Islendingum í vil, °£
hér fengu menn loksins eitthvað fast í hendumar um stöðu
málsins, enda þótt ráðherrann lýsti ekki ákvörðun stjórP'
arinnar í neinum nánari atriðum, ef þessi ákvörðun var
þá nokkur til. Þó er ljóst af orðum hans, að bugrnyndu1
um einn ráðherra, búsettan í Reykjavík, hefur orðið ofan
á. Fregnin um stefnu stjórnarinnar virðist ekki hafa
borizt til Islands fyrr en seint í nóvember og þá til Þjóð'
ólfs í bréfi, sem hann birtir þessi orð úr 29. nóvember
1901:
„Sannfrétt má það heita, að Alberti Islandsráðgjafi j19^1
látið það í ljós við sannorðan mann, að hann vildi hjóða
íslendingum sérstakan ráðgjafa, búsettan í Reykjavík-^
— Síðan bætir ritstjórinn, Hannes Þorsteinsson, við fr^
sér: „Það em því mjög góðar horfur á, að máli þessu rer 1
vel af í höndum hins nýja ráðgjafa vors, og að hann bi‘e£
ist drengilega við sanngjörnum óskum heimastjórnar