Saga - 1970, Page 188
JÖN SIGURÐSSON
186
ur vart skilið annan veg en þann, að ráðherrann haf1
tekið sér frumkvæði í málinu eftir að hafa íhugað það og
ráðfært sig við samherja sína innan ríkisstjórnarinnai'-
Nú fyrst er hann tekinn að þreifa fyrir sér um undirtekt-
ir Islendinga. Reyndin varð síðan sú, að þeir tóku boðin11
með fögnuði, og mátti þar varla á milli sjá hinna andvígu
flokka á Alþingi íslendinga.
Þegar Alberti Islandsmálaráðherra hafði loksins koiH'
izt að niðurstöðu um málefni Islendinga, gekk hann fra
tilboði til þeirra um stjómarbót. Birtist þetta tilboð í kon-
ungsboðskap til íslendinga 10. janúar 1902. Þar segir: ,fisS
hefur eigi þótt rétt vera, með því að skipa sérstakan ráð'
herra, eins og farið er fram á í ávarpinu, að kveða a
því leyti fyrirfram á um atriði þess stjómarfyrirkom11'
lags, er verið er að ræða um að koma á. Hins vegar er Þa^
og Vor ósk, ef ætla má, að með því verði fenginn endir a
umræður um breytingar á stjórnskipulagi íslands, a
verða við óskum Islendinga um breytingar þær á stjorn-
arskránni, er farið er fram á, og þar á meðal sérstaklega
þeirri, að skipaður verði sérstakur Islandsráðgafi, seI11
kunni íslenzka tungu og eigi sæti á Alþingi." Hér er elU
mitt athyglivert, að miðað er, a. m. k. öðrum þræði, V1
ávarp Valtýinga í efri deild frá þinginu 1901. Síðan el
fjallað um búsetu ráðherrans og þess getið, að nú meíÞ
íslendingar velja um ályktun Alþingis frá 1901, sem Setl
var, eða nýtt tilboð frá Islandsmálaráðherra: „ . . • höfuUl
Vér, til þess að þetta mikilvæga atriði geti orðið hugleitt f ^
arlega af Alþingi, ályktað að leggja ennfremur fyrir ÞlUc’
það, er í hönd fer, frumvarp, er auk hinna annarra breytm^
arákvæða fyrrgreinds frumvarps fer fram á, að ráðgJ
Vor fyrir ísland skuli hafa aðsetur í Reykjavík."28 Loks el
málinu vísað til ákvörðunar Alþingis og boðað stjórna1
frumvarp fyrir Alþingi um sumarið. Með þessu breyt11
grundvöllurinn undir þeim harkalegu átökum sem stö
milli íslenzku stjórnmálaflokkanna um þessar naun
Heimastjómarmenn létu ekki á sér standa að túlka tu