Saga - 1970, Page 190
188
JÓN SIGURÐSSON
fögnuði sínum í Isafold 2. febrúar. íslendingar gengu til
kosninga um málið í júní 1902, en aukaþingið, sem fjalla
skyldi um tilboðið í konungsboðskapnum, kom saman 26.
júlí. í þessum kosningum unnu Heimastjómarmenn mik-
inn sigur, enda eignuðu þeir sér og ferð Hannesar Haf-
steins allt það, sem áunnizt hafði. En báðir flokksforingj-
arnir, Hannes og dr. Valtýr, féllu.31 Á þinginu var tilboð
Albertis samþykkt án mótstöðu, og lögðust menn nú a
eitt að hrósa hinum ágæta Islandsmálaráðherra, Peter
A. Alberti, og verður ekki annað sagt en að hann hafi
verið vel að hólinu kominn. Síðan varð, samkvæmt lögum
og stjómarskrá, að kjósa að nýju, og var það gert í ,lunl
1908. Þá var frumvarpið endanlega samþykkt samhljóða
í neðri deild Alþingis, en gegn einu atkvæði í efri deild,
atkvæði Sigurðar Jenssonar í Flatey. Þama eru Heima-
stjómarmenn enn í meira hluta og Hannes Hafstein orð-
inn leiðtogi þeirra, og enn sem fyrr leggja þeir allt kapP
á framgang hins „valtýska“ frumvarps, sem bar innsigh
konungs og Albertis.
Þetta sést bezt á því, sem nú skal greina. Fyrii' alda-
mótin höfðu Valtýingar mjög legið undir skotum Heima-
stjórnannanna vegna hins svonefnda „ríkisráðsfleygs >
en þessi sami „fleygur“ var einmitt helzti ljóðurinn á til'
boði Albertis til fslendinga um heimastjórn. „Fleygurinn _
átti eftir að verða viðkvæmt deiluatriði um langa hríð.
stjórnarskránni nýju var kveðið á um það, að málefni 1S'
lands skyldu borin upp fyrir konungi í ríkisráði hans 1
Kaupmannahöfn. íslendingar höfðu áður marglýst andu
sinni á ,,ríkisráðsfleygnum“, og hefur þegar verið nefn
dæmi um það.32 Þegar til átti að taka, stóð Alberti ein_s
og klettur á þessu ákvæði, og varð honum ekki þoka >
hversu svo sem íslendingar freistuðu að fá „fleygnum
komið fyrir kattarnef. Urðu margir til að kenna Albeft*
um þetta hataða ákvæði í stjórnarskránni, en einkum Þ°
eftir að Alberti var fallinn á illvirkjum sínum og nýjar