Saga - 1970, Page 192
190
JÓN SIGURÐSSON
um þennan konung sinn. Jón Krabbe gefur honum
eftirmæli, að hann hafi verið „mjög íhaldssamur maðui'
í öllum skoðunum-'.36
Hannes Þorstejnsson getur þess, að Heimastjórnai'-
mönnum hafi hnjykkt við, er konungsboðskapurinn uiu
heimastjóm var, jbirtur, en þar var „fleygurinn" skýrt
fram tekinn í l.jgrein. Þótti mönnum þetta ljótur bögg'
ull á skammrifinu,37 en urðu þó að láta við svo búið standfl
um hríð. En baráttan gegn „fleygnum“ hófst á ný fyri1’
alvöru hinn 11. ágúst 1902 með ræðu Einars skálds Bene-
diktssonar á almennum fundi í Reykjavík. Eftir kosning'
arnar árið 1903 fór síðan Jón Jensson utan sem fulltr111
nýstofnaðs Landvarnai-flokks til að ganga á Alberti um
skýringar á þessu ákvæði, en hlaut fálegar viðtökur, svo
sem við mátti búast.
Niðurstaða allra þessara mála var staðfesting konung3
á hinni nýju stjómarskrá íslands hinn 3. október árið
1903. Og nú kom til þess, að skipaður yi’ði Islandsráð-
herra eftir hinni nýju stjórnarskrá. Fyrr á sama ári, fy1’11
Alþingi 19Q3, hafði Alberti boðið ólafi Halldórssyni, Þ®'
verándi skrifstofustjóra íslenzku stjórnarskrifstofunnai,
hið nýja ráðherraembætti. En hvorugur íslenzku flokk'
anna gat fellt sig við þá tilhögun,38 sem e. t. v. var eins
konar málamiðlunai’tillaga Albertis: hann hefur e. t. v;
hvomgum flokkinum unnt þess að hrósa sigri, sem s;l
ekki átti. 24. september boðaði Alberti Hannes Hafstem
utan á sinn fund og segir í skeytinu: „Da jeg gjerne vl
tale med Dem om de islandske Forhold, beder jeg ÓeI11
rejse hertil med forste Dampskib . . .“ En skeytinu lýkul
á þessum dularfullu orðum: „Det vil være rigtigt, at D®
ikke paa Island omtaler, at De rejser paa Opfordring-
Hannes hélt utan með Láru hinn 20. október.39 Og 13- neV
ember var Hannes Hafstein skipaður ráðherra íslands me<
búsetu í Reykjávík, frá og með gildistöku nýju stjórna1
skrárinnar, 1. febrúar árið 1904. ..
Oft er látið í veðri vaka, að Hannes Ilafstein ka 1