Saga - 1970, Page 198
196
JÓN SIGURÐSSON
lagði frumvarpið þó fram að nýju árið 1904, og hafði Þ®
verið bætt í það ýmsum ákvæðum, er hnigu að aukinm
mannúð í meðferð refsifanga á öðrum sviðum, og flein
umbótum á réttarfari. En mótstaðan varð ekki brotin a
bak aftur á þennan hátt. Deuntzer giæip til þess ráðs að
rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Er þingið kom
saman að nýju, hlaut frumvarpið loks endanlegt sa®-
þykki á árinu 1905, eftir að J. C. Christensen hafði tekið
við stjómarforystu. Að vísu hafði þá tekizt að læða ®n
í frumvarpið ákvæði, sem kvað á um, að það skyldi end-
urskoða eftir 6 ár, og 1911 voru flengingamar loks felldar
úr gildi, enda var þá enginn Peter Alberti eftir á þing'
bekkjum til að standa um þær vörð.
Allt þetta þjark um flengingalögin skiptir talsverðu
máli, þar eð umræðumar snerust upp í almennar stjórn-
málaumræður öðrum þræði og andstaðan fékk gullið tæki-
færi til að skipa liði sínu til atlögu gegn dómsmálaráðhen'-
anum, sem enn var næsta illa þokkaður meðal hinna rót-
tækari þingmanna, að ekki sé minnzt á Jafnaðarmenn. Og
þessa fyrsta útboðs naut andstæðingafylkingin síðar, el
látið var til skarar skríða gegn Alberti af öðrum og vern
ástæðum. Þetta mál olli miklu um þær deilur, sem þe£ar
voru upp komnar innan stjórnarflokksins, og skerpti allar
andstæður í liðinu. En um leið og ósættið harðnaði ®e
Alberti og róttækum flokksbræðrum hans, fjarlægðnS
þeir Deuntzer og Alberti vegna þessa máls. Á hinn bog'
inn verður ekki séð, að þetta mál hafi valdið neinuni e1^
um með þeim Alberti og J. C. Christensen. Var samvinna
þeirra hin nánasta allt þetta skeið og lengur og átti rauna*
eftir að verða flokksforingjanum harla öi’lagarík. En u®
leið og flengingamálið hélt hita í þingsölunum, vann ^
berti ósleitilega að öðrum málum, og þar á meðal bar ha®1
fram mörg frumvörp til umbóta í dómsmálum, svo se®
áður var lýst.6 Enn má nefna endurskoðun ýmissa *
dómstólalöggjafar landsins, um skipan dóma, kviðdóma 0
skilorðsdóma.