Saga - 1970, Page 200
JCN sigurðsson
198
fyrstu í sögu dansks þingræðis, á því að mynduð var ný
ríkisstjóm undir forsæti Christensens hinn 14. janúaJ-
Peter A. Alberti hélt embættum sínum óbreyttum í nýJu
stjóminni. Hélt hún síðan velli, unz hún hrökklaðist, ötuð
afbrotum dómsmálaráðherrans, frá völdum haustið 1903-
Bitrustu fjendur ríkisstjómar J. C. Christensens voru
Róttækir Vinstrimenn, en þeir höfðu nú endanlega skilið
við Umbótasinnaða Vinstraflokkinn og stofnað til uýs
stjórnmálaflokks. Hið beina tilefni klofningsins var brott-
rekstur 9 þingmanna úr vinstra armi Umbótasinnaða
Vinstraflokksins, er þeir greiddu atkvæði gegn ríkisstjorn
Christensens vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, ao
ekki yrði dregið úr útgjöldum til hermála. Þess má geta,
að ekki kom strax til formlegrar flokksstofnunar, og fy^
í stað nefndu hinir brottreknu sig „Folketingets Venstre
Stofnþing Róttæka Vinstraflokksins var haldið dagana
20.—21. maí árið 1905. í stefnuskrá hins nýja flokks mátti
finna ákvæði, er fóru alveg í bág við stefnu Albertis, jafu
í almennum málum sem dóms- og réttarfarsefnum. Sjálfur
kvað hann svo að orði, að stofnþing Róttæka Vinstra-
flokksins hefði verið „hið mikla gaul hinna litlu manna •
Meðal forystumanna Róttækra vom ýmsir þeir, sem mund
Alberti marga skrámuna frá umliðnum árum, enda va^
flokksstofnunin ávöxtur langærra innanflokksdeilna meða
Vinstrimanna, jafnvel frá árunum áður en Alberti no
stjórnmálaafskipti. Einhver áhrifaríkasti foringi Róttsekra
Vinstrimanna var Edvard Brandes, fyrrum vinur og
Hörups, en andi Hörups sveif yfir. Ekki þarf að þy1
spyrja, að milli þessara manna og Albertis voru hatrið 0
fyrirlitningin köld og bitur.
Hinn 29. maí árið 1906 gengu Danir til kosninga UI1|
ríkisstjórn J. C. Christensens og stefnu hennar, og
unnu
bæði Hægrimenn og Jafnaðarmenn á.8 Var það nú stjó*®
inni og Umbótasinnaða Vinstraflokknum hin mesta na ^
syn að ná sem beztu og nánustu samstarfi við H:egl_ ‘
Vinstraflokkinn og Hægrimenn, þótt stjórnarflokkurm