Saga - 1970, Page 202
200
JÓN SIGURÐSSON
stjórnarskrá og’ væri þetta dapurlegur endir hinnar fyrrl
stjómarskrárbaráttu. Á hitt ber þó enn að líta, að nú var
barizt við aðrar aðstæður og um allt annað. En þetta sýwr
þó glöggt, hver sú stefna var, sem Peter Adler Alberti
fylgdi á valdadögum sínum og átti þátt í að móta.
VII. Skýin hrannast upp.
Er á leið embættistíma Peters Adlers Albertis á ráð-
herrastóli dómsmála Danmerkur, tóku ýmsar miður góð-
ar sögusagnir að ganga af fjármálum hans, bralli og efflb-
ættisfærslu, og leið ekki á löngu, unz sögur þessar fengu
á sig mynd harðvítugra árása á þingi. Þarf ekki að orð-
lengja, hvílíkur óvinafagnaður ríkisstjómar það varð-
Kærur á hendur honum um valdníðslu og óreiðu í meðferð
fjár tóku og að birtast í dagblöðum stj órnarandstöðuffli'
ar. Loks kom svo, að haustið 1907 hófst í þinginu sann-
kölluð herferð gegn ráðherranum, og stóð hún til 1908-
Aðalárásimar áttu sér stað við afgreiðslu fjárlaga, °£
glumdi hæst við 1. og 3. umræðu. Alberti dómsmálaráð-
herra var krafinn uppgjörs og skýringa margra embættis-
verka sinna, auk framferðis hans sem forstöðumanns
þeirra fyrirtækja, er hann stýrði. Hann var umbúðalaus
vændur um hvers kyns svik og pretti, valdníðslu og óreiðu-
Raunar átti hinn harðskeytti ráðamaður alla tíð í illdeU'
um við blöð stjórnarandstæðinga. Var til þess tekið, hversu
óstinnt hann tók árásir þeirra upp. Einn daginn lágu
rétti t. a. m. 10 kærur frá honum á kunna blaðamenn 1
Kaupmannahöfn. Hann fékk því þannig framgengt, a
einu hvassasta andstöðublaðinu, ,,Köbenhavn“, var me
öllu bannað að nefna hann á nafn. Ritstjórn blaðsins le
sér lítt bregða og birti daginn eftir dómsúrskurðinn hina
frægu skrýtlu: Ómálga barn liggur í vöggu og hjalur-
„A — A — A“. Móðirin kemur hlaupandi skelfingu
„Guð hjálpi þér, gættu tungu þinnar, blessað barn!“ °