Saga - 1970, Page 204
202
JÓN SIGURÐSSON
Vinstrimanna á Landsþingi, einn síns liðs, og hóf hann
undir þinglok 1907—1908 einhverja heiftarlegustu árás,
sem Alberti varð fyrir. Sagði Brandes í ræðu sinni,
dómsmálaráðherrann hefði umbreytt ráðuneyti sínu 1
„en Bors for smarte Forretninger". Ræða Brandesar var
raunar haldin með það fyrir augum að rjúfa samheldm
ríkisstjómarinnar og Frjálslyndra íhaldsmanna, og hugð-
ist hann með henni knýja Frijs greifa, leiðtoga þeirra,
til að veitast að ráðherranum.3 Þetta tókst, og veitti FriJs
Alberti slíkan áverka, að sagt var, að nú hefði honum
fyrst brugðið, þótt orð Frijs væru ekki nema stutt athuga-
semd, en meitluð.4 En árásimar stóðu ekki aðeins yfir
í þingsölunum. Málgagn Róttækra Vinstrimanna
tiken“ undir ritstjóm Brandesar og Ove Rode dró ekki al
sér og átti drjúgan þátt í falli Albertis, áður en yfir lau^-
Birti blaðið hvað eftir annað alvarlegar ásakanir á hann
ásamt upplýsingum, sem þóttu sýna, að ekki væri allt meö
felldu. En Alberti hélt auðvitað venju sinni, og undir
árslok 1907 kærði hann blaðstjórnina fyrir meiðyrði.
Nú er ráð að huga betur að nokkrum þáttum þessa máls
og hvernig þeir ófust saman innan þings og utan.
Ekki er að kynja, að stjórnarandstæðingar lögðu s1^
fram í árásunum á Alberti. Það var almennt viðurkenn >
að hann væri einhver skæðasti þingskörungur og áhrifa
ríkasti ráðamaður Umbótasinnaða Vinstraflokksins °£
hefði átt mikinn þátt í þeirri hægrisveigju, er varð á stefnu
flokksins á þessum árum undir forystu J. C. ChristensenS-
Atlagan var reyndar engu síður aðför að ríkisstjórninn1'
stefnu hennar og flokki. Og svo virðist við fyrstu sýn a. m-
k., að stjómmálaumræður þessa tíma hafi í Danmör
ekki síður verið hatrammar og persónulegar á köflum en
íslandi,5 og stungu árásirnar á Alberti því ekki eins í aU^U
og ella mundi. Þótti t. a. m. atlaga Borgbjergs mjög missí*
marks við það, hversu hann hlóð saman alls kyns aðdro
unum og rógi. Auðveldaði þetta Alberti mjög vörnina, e11
stakk hann óspart á kýlunum í málflutningi fjenda sinna