Saga - 1970, Page 206
204
JÓN SIGURÐSSON
En nú voru þó ýmsir orðnir hikandi og uggandi. Það gerð-
ist á stjómarfundi í sparisjóðnum, að bændumir fóru fram
á óyggjandi sönnur í málinu. Alberti kvaðst leggja þ®r
þegar fram, en þá kom í ljós, að skjöl hans vom aðeins vott-
orð um frumgögnin, sem væru geymd í bankahólfi. Mönn-
um þótti sú ráðstöfun harla skynsamleg, enda væru þaU
bezt geymd þar, en óskuðu þess nú, að farið yrði í bankann,
vildu líta verðbréfin og skuldabréfin eigin augum til a®
taka af allan vafa. Alberti tók þessu af ró og kurteisi,
fylgdi þeim til dyra og sagði: „Jæja, komum þá. En ég vij
aðeins geta þess, að þegar við komum aftur, verð ég ekki
lengur fonnaður sparisjóðsins“. Bændunum hnykkti við,
héldu þeir, að Alberii hefði móðgazt vegna vantrúar þeirra.
Þótti þeim miður, að svo væri, enda stæðu spjótin að hon-
um úr öðrum áttum nógu mörg þegar. Báðu þeir hann af'
sökunar og að gleyma þessu, en tóku af sér yfirhafnirnar
og gengu aftur til stofu.8 Aftur á móti hafði Alberti vissu-
lega talað í alvöru, enda var nú engin skjalgögn að finna
í bankahólfinu, þótt kvittanir hans kvæðu svo á um. Þ&1
voru ritaðar eigin hendi hans sjálfs, svo sem síðar kom
fram. En slíkt traust báru menn til hans allt til hins síð'
asta, og er þetta því athygliverðara sem misferli hans var
nú orðið alkunna í innstu hringum bankamanna landsins.
Eftir aðalfund sparisjóðsins urðu fjármál hans og stari'
ræksla Albertis formanns fyrst að umræðuefni manna a
meðal eftir átökin á fundinum. Bar umræðuna þannig að a
fundinum, að Borre lögmaður frá Nyköbing gerði nsri
göngular fyrirspumir um fjárhagsstöðu og meintar skul
ir sjóðsins. Það vakti furðu manna, að er Alberti varð íyrir
svörum tók hann að ræða sín eigin fjármál. Sagðist hann,
hróðugur, engum skulda eitt eða neitt, gerði andartaksh ®,
hugsaði sig um, en bætti síðan við: „Og þó“, greip í ^
ungana á frakka sínum: „ég skulda ski’addaranum vU\
ennþá“. Hláturinn dundi við í salnum, en Alberti haJ
sigrað í þessari lotu. En Stage endurskoðandi tók mal^
aftur upp á fundinum. Benti hann á ýmis atriði, sem a