Saga - 1970, Page 216
214
JÓN SIGURÐSSON
sem hann þó mátti vita liggja fyrir. Hitt er miklu líklegi*a'
að Alberti hafi allan þennan tíma barizt gegn straumnuiHi
að því leyti sem honum var sjálfrátt, og reynt til þrauta1
að bjarga skinni sínu. Ekki gafst hann upp fyrr en í fuHa
hnefana. Síðar sýndi hann það og fyrir rétti, að viðnain
hans var hvergi nærri þorrið, og barði hann höfði við
stein, vildi ekki játa á sig ýmis þau brot, sem upplýst máttn
þykja og hafin yfir vafa. Allan þennan tíma bar hann a
sér hið fyrra hefðarfas sitt eins og það gat tignarlegast
orðið, og er það nefnt til dæmis, að er hann gekk, dæmdur
brotamaður, inn í fangelsið, sem beið hans, þá heilsuðu
fangaverðirnir ósjálfrátt með heiðurskveðju.1
Örlagadagur Peters Adlers Albertis varð hinn 8. sept'
ember árið 1908. Þann dag gekk hann laust fyrir hádegiu
til Dómhúss Kaupmannahafnar og gaf sig fram við rann-
sóknarlögregluna. Bauð hann, að yfirforinginn skyldi sótt-
ur. Kvaðst hann síðan kominn til að vera um kyrrt um
hríð, sekur um fjármálasvik og fjárdrátt. Orð hans voi*u-
„Jeg er kommet her for at anklage mig selv for Bedragen
og Falsk“.2 Hafði hann meðferðis skjal með undirrituu
bankastjóra Einkabankans, er staðfesti, að Sparisjóður
sjálenzkra bænda ætti í bankanum 9 milljónir króna í óve
settum skuldabréfum. Vísaði Alberti þessu skjali fram seir*
sönnunargagni gegn sjálfum sér, enda hefði hann f^síl
það eigin hendi. Starfsmönnum lögreglunnar varð svar^
fátt, þar sem þeir stóðu í gneypri lotningu frammi
leyndarráði konungs og auðsýndu honum virðingu sina’
en dynkurinn heyrðist um land allt og varð eitt mnS
hneyksli danskrar stjómmálasögu síðari tíma. Samd®^
urs flaug fregnin út, og birtu Kaupmannahafnarblö 1
um hana sérstaka fregnmiða umsvifalaust, en heimsblö
birtu hana sem æsifregn. *
Allt til hins síðasta hafði þess ekkert merki sézt, a
Alberti væri brugðið að ráði, og kom fregnin því einS
reiðarslag. Helgi Hjörvar lýsir kaldri ró Albertis Þen®
morgun svofelldum orðum: „Ameríski sendiherrann æ