Saga - 1970, Síða 219
PETER ADLER ALBERTI
217
ana. Sekt Bergs, sem var 1.000 krónur og málskostnað-
Ur 2.000 krónur, byggðist hins vegar á tregðu hans við
að láta kanna málið, þegar er hann frétti, að eitthvað
Væri óhreint í pokahorni Albertis. Þess má geta, að sækj-
andinn fyrir Landsdómi var G. M. Rée, virtur danskur
^ögmaður, en árið 1895 hafði hann varið mál Skúla Thor-
°ddsens fyrir Hæstarétti. Berntsen segir fullum fetum,
að ákæran á hendur þeim Christensen hafi verið sprottin
af stjórnmálalegum rótum og hafi hún verið hefnd Rót-
tækra Vinstrimanna fyrir hörku Christensens gegn þeim
aður. Berntsen orðar þetta svo, að Zahle, leiðtoga Róttækra
°g forsætisráðherra á árunum 1909—1910 og aftur 1913—
1920, hafi „hej2pnazt“ að fá kæruna lagða fram.10 Og
fleiri urðu illa úti. Ole Hansen, sem nú var orðinn Þjóð-
hankastjóri, hlaut að segja af sér, enda hafði hann langa
stund verið hægri hönd Albertis í Sparisjóði sjálenzkra
^ænda, en sézt yfir misferiið með öllu. I Reykjavíkurblað-
lnu Ingólfi er meira að segja sagt hinn 4. október árið
1908, að Hansen hafi lánað Alberti stórfé og muni því
£Jaldþroti nær sjálfur af þeim sökum.
I minningabók um J. C. Christensen, sem gefin var út
Um hann dauðan, segir svo: „Sjálfstjórn Christensens var
Vlð brugðið. Svipur hans gat að vísu harðnað og röddin
skerpzt, en sjaldan bar það við, að rósemin yfirgæfi hann.
l’otta gerðist þó við eitt tækifæri, umræðurnar á Þjóð-
oingi í september árið 1908, eftir að Alberti hafði gefið
Slg fram og ríkisstjómin lagt fram lausnarbeiðni sína,
en sat áfram til bráðabirgða. Þegar hann flutti vamar-
læðu sína, brast röddin, og hann féll í grát. Lokaorð hans
v°ru þessi: „Naar jeg forlader min Plads og gaar over
11 den anden Side i Salen, saa er det med en Folelse
a . ^eskæmmelse over, at jeg har haft en Forbryder ved
mm Side, uden at jeg har kunnet se det, men jeg gaar
^orover med en ren Samvittighed. Jeg gaar derover, ramt
et Dolkestik bagfra, men jeg gaar derover med den
Verbevisning, at politisk kunde man ikke have styrtet