Saga - 1970, Page 222
220
JÓN SIGURÐSSON
han ikke blev Systemskiftets ferste Konsejlspræsident . • •
Demæst blev hans senere Skæbne nogte bestemt af, at
han havde knyttet sin Politik for nær til Horups gamle
modstander, Alberti . . .“17 Það er á hinn bóginn ljóst,
að Alberti kom sér vel við konungsfjölskylduna, eins og
aðra þá, er hann hirti um. Bojsen getur þess, að í hirð-
veizlu árið 1894 gekk hinn aldni og íhaldssami Kristjan
konungur IX. fram hjá honum sjálfum með snubbóttri
kveðju: „Já, yður þekki ég“, en stanzaði hins vegar lengi
við hjá Alberti og ræddi vinsamlega við hann.18 Edvard
Brandes orðaði tengsl þeirra Christensens og Albertis a
þennan hátt í þingræðu: „I mörg ár hefur runnið í einum
og sama farvegi hugsunarháttur og viðhorf þeirra Albertis
og J. C. Christensens, öll viðbrögð þeirra og stefna 1
stjórnmálum hefur verið samtvinnuð“.19 Og Högsbro seg-
ir um völdin innan Umbótasinnaða Vinstraflokksins þegar
árið 1901: „Ulykke var det, at Alberti havde Magten over
J. C. Christensen",20 og sama skoðun kemur aftur og
aftur fram hjá Berntsen. Af þessum orðum, og öðrum slík-
um, mætti jafnvel ganga lengra en hér er gert í mati valda
og áhrifa Peters Albertis. Því er lögð svo mikil áherzla
á þetta atriði, að danskir sagnaritarar hafa margir gert
sér far um að draga úr gildi Albertis í danskri stjórn-
málasögu. Vissulega verður að telja þau viðbrögð mann-
leg. Um áhrif falls hans má geta þess, að Zahle, foring1
Róttækra Vinstrimanna, sagði, er hann tók við embsett1
forsætisráðherra árið 1909, að þjóðin hefði misst trúna á
forystuna vegna þessa máls. Sagði Zahle, að ríkisstjom
sín liti á það sem skyldu sína að endurreisa traust þjóðar-
innar á stjórnarstofnanir ríkisins. Einn danskur sagna'
ritari kemst haglega að orði, er hann lýkur frásögn sinnl
af Alberti á því, að þjóðin hafi skammast sín. Annar seg11 •
„Það var hörmulegt og skammarlegt fyrir landið, að sv<-)
frábærar gáfur skyldu misnotaðar á svo hörmulegan ha
og samfélaginu til svo mikils meins.“21