Saga - 1970, Page 226
224
JON SIGURÐSSON
leit til hans með ósegjanlegu trúnaðartrausti, ást og lotn-
ingu".11 Þessi viðhorf voru enn 1908 við lýði í öllum aðal-
atriðum og ég hef jafnvel heyrt gamla og sannfróða menn
segja, að margt eldra fólk hafi ekki getað unað Sambands-
sáttmálanum árið 1918 af konungshollustu, enda dræg1
hann um of úr valdi konungs.
Það er aftur á móti vafasamt, að fall Albertis hafi svo
mjög breytt atkvæðatölum í Uppkastskosningunum árið
1908. Til þess hefur það borið of seint að, enda þótt þnð
yrði hin sterkasta sprengja. Að vísu hefur geymzt eitt til'
felli frá kjördegi, Helgi Hjörvar hefur það eftir sjónar-
votti. Smali Sjálfstæðismanna, andstæðinga Uppkastsins,
kom með fyrrverandi Heimastjórnarmann á kjörstað. Ann-
ar Heimastjórnarmaður sá til ferðar þeirra og reyndi a
losa flokksfélaga sinn úr svona vondum félagsskap.
hinn hreytti út úr sér, smala Sjálfstæðismanna til óbland-
innar gleði: „Þegi þú! Hann Alberti stendur á bak vl
þig!“12 Hvað sem þessu líður, hafa áhrifin af falli Albei't|s
tæpast verið almenn, og það er raunar ekki fyrr en efÞ1
kosningar, sem blöðin taka að fjalla verulega um málið-
Auðvitað skiptir hér mestu, að þjóðin var að vakna ti
vissu um getu og mátt sjálfrar sín, studd þeim framfór'
um, sem höfðu átt sér stað á öllum sviðum þjóðlífs1IlS
síðustu árin. Hinar efnalegu og félagslegu forsendur sjal
stæðis voru óðum að skapast fyrir tilstyrk þeirra nýJu
framleiðsluhátta, sem fram fleygði í landinu á síðasta
skeiði 19. aldar og fyrsta skeiði hinnar 20., ekki sízt 1
sjávarútveginum. Þó er þessi vitund ekki fullmótuð fV*1
en upp úr fyrri heimsstyrjöld, enda myndast þá ný flokka
skipting á grundvelli innanlandsmála og félagslegra V1
fangsefna, en stóð ekki sem fyrr á afstöðunni til sam
bandsins við Dani. .*
Betri aðstoð við endurmat sitt gat þjóðin ekki fenS1
1908 en einmitt svo hraklegt fall eins mesta fyrirmai111
herraþjóðarinnar. Þetta kemur glöggt fram. Blaðið
ólfur segir: „Ef nefndarfrumvarpið" (þ. e. UppkasÞ