Saga - 1970, Síða 230
JÓN SIGURÐSSON
228
má nefna, að árið 1898 græddi hann hátt í eina milljón
króna, en árið 1905 tapaði hann rúmri milljón og aftui’
árið 1907, þegar almennir efnahagsörðugleikar létu finua
til sín. Árið 1901, er hann settist á ráðherrastól fyrsta
sinni, var rekstrarhalli Útflutningssambands smjörfram'
leiðenda þegar orðinn um 6.5 milljónir danskra króna og
árið 1905 var hann orðinn um 10 milljónir.3
Aðferðii- Albertis við að blekkja endurskoðendurna voru
svo ósvífnar, að mönnum féll allur ketill í eld, þegar upP
komst. Hann hafði logið að þeim um fjárreiður fyrirtsekj'
anna eins og fara gerði og borið í þá skjöl, sem hann hafði
falsað eigin liendi. Þá hafði hann og einatt beitt þeii’1--1
aðferð, að hann færði háar fjárhæðir á milli fyrirtækj'
anna eftir því, hvenær von var endurskoðenda og aðal-
fundar í hverju þeiiTa, en þannig hafði honum tekizt að
láta líta svo út sem allt væri með feldu. Á hinn bógiun
hafði hann alla aðstöðu til að sjá svo um, að aðalfundir og
bókfærsla fyrirtækjanna rækjust ekki á og að hann hefð1
ætíð rífan tíma að flytja upphæðimar á milli í tæka tíð-
Á annarri aðferð hafði hann líka mikið dálæti, ekki sízt
er á leið, en hún var í því fólgin, að hann seldi Sparisjóð1
sjálenzkra bænda víxla, er aðalviðskiptavinur ÚtflutningS'
sambands smjörframleiðenda á Bretlandi, fyrirtæk1
Willer & Riley, hafði skrifað upp á vegna viðskipta, seiu
smjörútflutningnum komu ekkert við. Á sama hátt notað1
hann nafn þessa brezka viðskiptavinar ótæpt á pappirf’
sem hann útbjó sjálfur og útfyllti og lagði síðan fyrir
endurskoðendur. Afraksturinn hirti hann auðvitað sjál '
ur. Hafði hann fengið enskan skrifstofumann hjá fyrl1'
tækinu, sem annaðist gullnámaviðskiptin, alls grandalaUS'
an, til að rita brezka textann, svo að engir hnökrar vær11
á, en síðan falsaði hann sjálfur nöfn Willers & Rheys
undir.4
Ýmsum verðbréfum og víxlum, er Sparisjóður sjálenzkra
bænda átti, kom Alberti í vörzlur í öðrum bönkum. Var he _
t. a. m. um þá víxla að ræða, sem hann hafði sjálfur falsa