Saga - 1970, Blaðsíða 234
232
JÓN SIGURÐSSON
setja í allar færslur, vikulega og mánaðarlega, villandi töl-
ur. Að lokum varð það þessi fjárhæð, sem knúði hann til
þess að leita leynilánsins hjá J. C. Christensen.
Starfsþrek og atorka Albertis var með ólíkindum, svo
sem margsinnis hefur komið fram. í senn var hann ráð-
hen-a, baráttumaður á þingi og utan, sífellt að semja,
ganga frá og leggja fram ný og ný umbótafrumvörp; span-
sjóðsstjóri, forstjóri útflutningssambands og á kafi 1
hvers kyns framkvæmdum og fyrirtækjum, og ekki létti
það honum byrðarnar, að allt var þetta komið út í kvik-
syndi svika og fjárdráttar, falsana og rangfærslna. Allt
annaðist hann sjálfur og einn og átti sér engan vitorðs-
mann, enda þótt hann nyti óviljandi aðstoðar hrekklausra
manna við og við. Fyrir rétti bar hann það einnig, að
málið hefði verið tekið að vaxa sér yfir höfuð, svo að
hann hefði ekki lengur getað hugsað skýrt og rökrétt,
en því óbærilegra sem hann hafi engum getað trúað fyr11
vanda sínum. Rétturinn kvaddi Andersen ríkisendurskoð-
anda fyrir sig sem vitni, og hann sagði: „Það er ótrúlegh
að nokkur maður skuli geta setið uppi á nóttunni og feng'
ið svona bókhald til að koma heim“. Geymzt hefur stutt
saga, er lýsir annríki Albertis, en um leið ró hans. Kunn-
ingi hans, alls óvitandi um gang mála, hafði ráðlagt hon-
um að draga saman seglin, því að allar þessar annir hlyfu
að ofgera honum. Hann ráðlagði Alberti að láta af f°r'
mennsku í sparisjóðnum, en einbeita sér á stjórnmála-
sviðinu. Alberti hallaði sér aftur í stólnum, setti upp mæðU'
legan svip og svaraði með kaldri ró: „Hef ekki efm a
því“.13
Alberti virðist alla tíð hafa verið óreiðumaður í
haldi og reikningsfærslu. Er haft eftir dönskum mál;l'
færslumanni, er átti skipti við Alberti, að hann sagði&
„aldrei hafa þekkt eins skeytingarlausan mann um reilm'
inga sína“.14 Það hefur og orðið minnisstætt, að eitt sim1
átti Alberti fé hjá fyrirtæki einu, en fékkst aldrei til a