Saga - 1970, Síða 236
234
JÓN SIGURÐSSON
um hafi ekki alls kostar fallið þær aðferðir og sá takmark-
aði samstarfsvilji, sem sakbomingurinn auðsýndi við rann-
sókn málsins.
Blaðið Ingólfur segir haustið 1908, að þá hafi rann-
sóknin þegar leitt í ljós stuldi Albertis að upphæð 10-3
milljónir af Sparisjóði sjálenzkra bænda og 4—5 milljóu-
ir af Útflutningssambandi smjörframleiðenda.18 Það vildi
til, að rannsóknardómarinn, August Schou, síðar hæsta-
réttardómari, var maður einarður og vægði sökudólgnuffl
ekki. Sverrir Kristjánsson kemst svo að orði, að aldrei hafi
erfiðari sakborningur staðið fyrir rétti í Danmörku.
Tvö sakaratriði urðu réttinum mikill vandi vegna stífm
Albertis. Annað játaði hann aldrei, en sökin var sú, að
hann hefði dregið sér 70 þúsundir króna sem skiptaráð-
andi dánarbús. Upphæðinni hafði hann síðan varið til að
bæta upp fé, sem hann hafði svikið út úr Sparisjóði sjá-
lenzkra bænda vegna láns, er hann hafði tekið í Lands-
bankanum. Hitt atriðið varðaði húsbyggingabrask AI-
bertis. Hann hafði þegar sem varamaður föður síns 1
stjórn sparisjóðsins árið 1887 talið stjómina á að 1 eggíil
1.2 milljónir í byggingafyrirtæki í Jægersborggade í Kaup-
mannahöfn. En sjálfur var Alberti um leið lögfræðilegui'
ráðunautur og gjaldkeri þessa byggingafyrirtækis, sem
var í eigu þeirra A. N. Schioldann, síðar jústizráðs, °£
bræðranna Chr., Bernh. og N. Cloétta. Síðan hafði hann
talið sparisjóðsstjórnina á að greiða til viðbótar einai'
300 þúsundir króna vegna aukins kostnaðar, fært upphseð-
ina inn á bækur byggingafyrirtækisins og stungið henm
síðan í eigin vasa. En enginn gat vitað neitt, þar eð Al'
berti hafði alla þræði í eigin hendi. Settur formaður sparí'
sjóðsins, Alberti, greiddi gjaldkeranum, Alberti, með að-
stoð lögfræðiráðunautarins, Alberti, stórfúlgur, er þjóf'
urinn, Alberti, komst síðan í og hnuplaði. Síðar átti dóms-
málaráðherrann, Alberti, eftir að líta slíka gerninga nafna
sinna í mestu náð. Alt þetta faldi hann svo með fölskum
kvittunum og bókhaldsfalsi. Það má heita merkilegt, að