Saga - 1970, Page 238
236
JÓN SIGURÐSSON
sem rakið hefur verið í stórum dráttum. Málskjölin nenia
um 55 þéttrituðum blaðsíðum, og má nærri geta, að hér
hefur aðeins verið rakið hið helzta úr svo umfangsmiklu
máli. Fyrir sakadómi sótti Paludan yfirréttarlögmaður
málið. Af helztu niðurstöðum réttarins má nefna: 1*
ákærði hafði dregið sér milli 8 og 9 milljónir króna af
eigum Útflutningssambands smjörframleiðenda; hallann
af þessu og öðrum verkum sínum hafði hann yfirfært
á Sparisjóð sjálenzkra bænda, og olli þetta sjóðnum tapi
er nam 14 til 15 milljónum króna (varðar við refsilög, gr-
253). — 2. ákærði hafði með skriflegum og munnlegu®
fyrirmælum til bókara sparisjóðsins valdið rangfærslum
í bókhaldi sjóðsins til að dylja fjárdi’átt sinn; hann hafði
haldið margháttuðum gögnum og upplýsingum fyrir bók-
aranum, og snertu þessi gögn mikinn hluta fjárreiðna
sjóðsins og meðferð þeirra; að auki hafði hann lagt fram
falsaða reikninga (varðar við lög nr. 64 frá 28. 5. 1880,
gr. 12, og lög nr. 97 frá 8. 5. 1909, gr. 14, — refsilög, £*•
262 1. málsgr.). — 3. ákærði hafði þrisvar við ársuppgjör
í sparisjóðnum lagt fyrir endurskoðendui’ gögn, sem hann
hafði falsað eigin hendi og ritað sjálfur nöfn tveggia
bankastjóra Einkabankans undir; meðal þessara gagna
voni skjöl, er vísuðu á fjáreignir sparisjóðsins í vörzlu®
bankans, en allt var þetta fals eitt (refsilög, gr. 268)-
4. árið 1888 hafði ákærði dregið sér 300 þúsundir króna
frá sparisjóðnum, en bætt sjóðnum þetta fé aftur.
hann bætti þetta með fjáreignum úr sjóði útflutningssam-
bandsins (refsilög, gr. 254). 5. ákærði hafði vísað íraxa
við bókara útflutningssambandsins reikningum frá ensku
fyrirtæki, og geymdu reikningamir hæni fjárhæðir en
fótur var fyrir; með þessu villti ákærði bókhald útflutn-
ingssambandsins, svo að árum skipti. Fallið var frá ákæi'11
vegna þessa atriðis, þar eð þetta hefði þó ekki sett útflutn-
ingssambandið í gjaldþrot, heldur hafði það verið téýst
upp samkvæmt eigin ósk. — 6. ákærði hafði misnotað s®
aðstöðu sína til að láta svo líta út sem útflutningssam-