Saga - 1970, Síða 266
Hvenær lokaðist leiðin norður?
Haraldur Pétursson, fyrrum safnhússvörður, ágætur fræðimaðui,
sýndi mér þá vinsemd að senda mér ljósrit af texta þeim, sem hei
fer á eftir færður til nútímastafsetningar. Textinn er að líkindum eina
heimildin, sem hingað til hefur fundizt, um það, hvenær jökullinn
gekk fram i Hvítárvatn, eða um 1800. Þá gerðist það, að leiðin lokaðist
Biskupstungnamönnum norður á forna afrétti, og jafnframt varð tU
nýr farartálmi norður Kjöl. Enn fremur er eftirtektarvert, að eftif
um 40 ár virðist það vera gleymt, sem mætti vera ábending um, að
minni manna er engan veginn eins trútt og almennt er þó haldið-
Skjaiið sjálft er, að því er virðist, skrifað upp af Steingrími biskup'
Jónssyni og er varðveitt með Skálholtskirkjuskjölum í Þjóðskjala-
safni.
M. M. !>•
Copie.
Vegna þess, að Biskupstunga hrepps svokalla'ða afrétt
var bæði lítil og mestpart sára hrjóstrug og graslaus,
stendur sauðfé það, sem þangað er rekið, lítið við, og
rennur flest strax að kalla ofan í byggð aftur, einkuni
fram Eystri Tunguna, og þótt hreppstjórarnir með rögg'
semd á hverju sumri hafi tilhalldið bændum að reka féð
upp til fjalla aftur og fleirum dögum af bezta bjargræð-
istímanum, túnaslættinum og framan af engjaslættinuni,
hafi verið þar til varið, hefir allt komið fyrir eitt; fjah-
féð hefur sárlitlum sumarbata getað tekið vegna sífellds
reksturs og ónæðis, og bændum hefir þótt ágangurinn '
einkum í Eystri Tungunni og á öllum uppbæum í Ytn
Tungunni — óþolandi, og hafi borið sig upp við ykkui
undan sömu.
Til þess að reyna til að ráða einhverja bót á þessum vand-
ræðum fóruð þið því á flot við oss undirskrifaða næstf
sumar, hvort vér vildum ekki að voru leyti gefa leyfi
þess, að bændur mættu fara að nota til geldfjárbeitar að
sumrinu þá Torfastaða-, Bræðratungu-, Haukadals- og
Skálholtskirkjum tilheyrandi afrétt fyrir norðan VÖtn
eins og gjört hefði verið fyrrum meðan Jökullinn var ekki