Saga - 1970, Page 268
266
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
ekki sannað, að landspláss þetta hafi verið brúkað fyrir
afrétt af Biskupstungna mönnum — sjálfsagf með bréfi
þeirra sem kirkjurnar höfðu undir höndum áður enn Jök-
ullinn féll fram í Hvítárvatn, því þeir eru enn lifandi, sem
muna til, að menn voru látnir fara norður fyrir Vötn til
gangna á haustum; Bóndinn Eyvindur heitinn Þórðarson
í Höfða, sem dó árið 1839 á hans 85ta aldursári mundi
líka til réttanna norður á Fjórðungamótum, sem hann
sagði, að brúkaðar hefðu verið til að draga sundur í þeim
fé Biskupstungnamanna og Norðlendinga; Norðurfjár-
reksturinn hefur að nýju strjálazt við fækkun sauðfjárins
í Kláðanum, en niðurlagðist hann ekki fyrri enn þegar —
eins og áminnzt er — að Jökullinn hljóp fram á Hvítárvatn
um aldamótin; þarhjá hefur landið alltaf verið brúkað til
grasa- og rótatekju suður úr Biskupstungum.
Vér mótmælum þar fyrir kröftuglega sem ástæðulausu
og ósönnu því, sem presturinn síra Sigurður framber í bréfi
sínu, að afrétt þessi hafi ekki verið brúkuð fyrir sauðfe
af Sunnlendingum í 100 ár.
Hreppstjóri G. Arnljótsson greinir svo að orði á bréfi
sínu, áð hann viti hvar Sunnlendingar álíti Fjórðunga-
mót, en sýnir þó með orðunum strax á eftir „ef það er
þar sem vötn skiptast, eður um Hákjalhraun", að hann
viti eins og var, að þau eru þar sem vötn skiptast, og geta
ekki verið annars staðar, og að Fjórðungamótum eignum
vér kirkjunum; oss kemur því aldrei saman við hreppstjór-
ann í þessu efni. Á hina síðuna getum vér eftir framan-
sögðu aldeilis engan gaum gefið þeim uppástöndum hrepp'
stjórans „að áður en þetta, nl. uppreksturinn sé byrjaður,
sé með ómótmælanlegum rökum sannað, áð Biskupstung'
um tilheyri land fyrir norðan Hvítá, og hvað stórt það se,
einnin verði við löglega skoðun metið hvað mikið
ber af fénaði, án þess að ofsetja á það“. Því á eignarrétt'
inum getur eftir framansögðu aldeilis enginn efi leikið, og
það er ekki ásetningur ykkar eður var að ofsetja í landið,
heldur að létta á afréttinum að nokkru leyti. Vér erum öld-