Saga - 1970, Síða 272
270
HALLFREÐUR ÖRN EIRlKSSON
sögn, enda ekki auðvelt í íslenzku, og alþýða kallar allai'
frásagnir 1 óbundnu máli sögur, einnig þær, sem þjóð-
sagnafræðingar kalla almennt ævintýri. Hin atmennasta
skilgreining á orðinu sögn er stutt frásögn, sem þykir þvl
aðeins „sönn“, að frásögumaðurinn hafi rök því til styrkt-
ar, að hún sé það. Oft hefur hún gengið í munnmælurn
frá kynslóð til kynslóðar og er talin segja frá raunveru-
legum atburðum.3 Þessi skilgreining er víðari en skilgrein-
ing þeirra Konrads Maurers og Jóns Ámasonar, og sana-
kvæmt henni eru þjóðtrúarsögur einnig nefndar sagnir-
Þrengra hugtak: sagnfræðileg þjóðsaga — væri betra að
nota. í flokkinum sagnfræðilegar þjóðsögur teldust þá ni-
a. sagnir um kirkju og kristni, heiðni fornmanna, landnám,
landplágur og óáran, viðskipti þjóðarinnar við aðrar þjóð-
ir og erlent vald. Freistandi væri að útiloka úr þessum
flokki allar sögur af slysförum og morðum, reiðmennsku
og sjóferðum, en ekki er það unnt; sumar þessar sögur eru
að ýmsu lítt frábrugðnar hinum og engu ótrúlegri margur
hverjar. Því má ekki heldur gleyma, að sagnfræðilegai
þjóðsögur eru ekki söguheimild í nútímaskilningi, þær eru
skáldskapur, þó að vel mætti segja, að þær hafi verið burð-
arásinn í sagnfræðikennslu hinnar gömlu alþýðumenning-
ar4, og er þá miðað við þjóðfélag þar sem lestur og skrift
hafa verið tekin í notkun, en alþýða er þó nær ólæs. Þessi
skilningur rekst illa á ýmsar staðreyndir hér á landi. Ólæsi
alþýðu var hér ekki nærri eins ríkjandi ástand á hámið-
öldum og seinni öldum sem í nágrannalöndunum bæði fyrl1
sunnan og austan, og þjóðin eignaðist snemma merkilegiU
bókmenntir, sem höfðu á hana mikil áhrif bæði í
menntum og sagnfræði. írar eignuðust miklar og merki-
legar bókmenntir snemma á miðöldum, en ólæsi írskrar
alþýðu olli því, að hin bóklega og munnlega geymd klofu'
aði í tvo strauma, sem runnu samhliða. Þar var lítt eða
ekki að ræða um hinar sífelldu víxlverkanir sumra ritaðra
heimilda og munnmælasagna, sem gera má ráð fyrir hel
á landi og Jón Árnason bendir á í inngangi sínum að við'