Saga - 1970, Side 274
272
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
árum.7 Af þessum dæmum og fleiri má álykta, að við sér-
stök hagstæð skilyrði geti sagnir af einföldustu gerð varð-
veitzt afar lengi. Hins vegar eru litlar líkur á því, að lengri
sagnir varðveitist óbrenglaðar. Þær standa að því ley^1
höllum fæti gagnvart bundnu máli, að hljóðstafir og r®1
eru þar ekki minninu til stuðnings, en þó má segja, að her
sé bitamunur en ekki fjár. Sagnfræðilegum staðreyndum
er einnig hætt, þó að um bundið mál sé að ræða, og þa^
er þá einmitt formið, sem hefur þessar hættur í sér fólgU'
ar. Hér dugir auðvitað ekki að bera saman forn dróttkvæði
og sagnir, sem menn kunnu á 19. öld. Til þess eru skilyrðm
alltof ólík. Nær lægi að bera saman söguleg danskvæði og
sagnfræðilegar þjóðsögur, en það er erfitt fyrir íslendinga,
því að danskvæði um íslenzka atburði hafa ekki varðveitzt.
Norskar kannanir á sagnfræði og sagnadönsum hafa hms
vegar leitt í Ijós, að hin skáldlega tækni og stílvenja dans-
anna leika harðast þær staðreyndir, sem auðveldast er að
bera saman við ritaðar heimildir. Þegar sagnadansar voru
ortir, skiptu alhæfingar, ýmis minni, tákn og manngerðm
höfuðmáli, og þar að auki voru lengd sagnadansanna reist-
ar rammar skorður.8 Hinar sagnfræðilegu þjóðsögur vorU
ekki reyrðar fjötrum hins bundna máls í upphafi, en þ®1
gengust auðvitað frekar í munni þegar fram liðu stundu-
Þá voru staðreyndum ýmsar hættur búnar, sem Guðm
Jónsson hefur gert glögga grein fyrir.9 Hann tekur Þal
raunar til meðferðar þjóðsögur úr öðrum flokkum en hm
um sagnfræðilega, einkum þjóðtrúarsögur, en niðurstöðm
hans gilda þó mjög víða fyrir rannsóknirnar á sannfræ
og þjóðsögum. Guðni rakti breytingar, sem verða á þekht
um nöfnum og heimildum í þjóðtrúarsögnum.
Hér á eftir verður reynt að rekja afstöðu sagnfræðileg1 a
þjóðsagna skráðra á 19. og 20. öld til ýmissa ritaðra heim
ilda til að sýna fram á tilorðningu þeirra og lífsskil.V1 '
Það skal þó tekið fram þegar í upphafi, að mikil vandkvæ 1
eru á slíkri rannsókn. Bæði er það, að lítið er vitað u111
aldur sagnanna og útbreiðslu, og samband þeirra og ritaðra