Saga - 1970, Síða 276
274
HALLFREÐUR ÖRN EIRlKSSON
suðureyski og Geirmundur sonur hans36, Hróar í Hróars-
dal og Hávarður hegri í Hegranesi37, Þórður Bjamarson
byrðusmjörs að Höfða og synir hans,38 Þórður slítandi,
Skólmur, Þórálfur Skólmsson, Eysteinn Itauðúlfsson Yxna-
Þórissonar, Auðúlfur og Þórir þursasprengur og Stein-
rauður rammi39, Víkingur á Víkingavatni í Kelduhverfi40,
Grímur í Grímsey41. Auðugastar eru sagnir úr Austfirð-
ingafjórðungi en í þeim koma fyrir Gunnúlfur kroppa 1
Gunnúlfsvík og Smyrill á Smyrlabjörgum42, Böðvar í Böðv-
arsdal í Vopnafirði43, Galti á Galtastöðum í HróarstungU
á Fljótsdalshéraði,44 Gull-Bjöm í Bjarnarey á Héraðs-
flóa45, Hreiðar á Hreiðarsstöðum í Fellum46, Hákon og Ey-
vör kona hans, Skjöldúlfur, Hárekur og Skeggi á Jökuldal4',
Gunnhildur í Húsavík og Herjúlfar tveir bræður hennar,
annar í Herjúlfsvík, en hinn að Glúmsstöðum eða EgilS'
stöðum í Norðurdal48, synir Gunnhildar þeir Galti, Geiri
og Nef-Björn í Ilróarstungu49, Graut-Atli Þiðrandason 1
Atlavík50, Uni óbomi Garðarsson á Unaósi á Héraði51’
Barði, er nam Viðfjörð og Hellisfjörð52, Kolfreyja og Vott-
ur við Fáskrúðsfjörð53, Bera í Berufirði54, Loðmunuur
gamli, Bjólfur fóstbróðir hans og Hánefur og Sörli í Seyð'
isfirði55. Loðmundur og Gráfríður kona hans námu loks
land syðra og Þrasi í Skógum56. Ekki hafa þjóðsögur held-
ur gleymt Hjörleifi fóstbróður Ingólfs.57 Aðrir landnáms-
menn í Vestur-Skaftafellssýslu, sem til eru þjóðsagm1
um, eru Hervör og Herríður á Hervararstöðum58, Mörð'
ur í Mörtungu á Síðu og Geir á Geirlandi59- í Biskupstung-
um gengu þjóðsagnir um Hauk í Haukadal og Gýg a
Gýgjarhóli60. Sagnir gengu og um Hjálm á Hjálmsstöð-
um í Laugardal61 og Úlfljót á Úlfljótsvatni62, Jólgeir á Jól'
geirsstöðum, og Krýs og Herdísi í Krýsuvík.63
Hér hafa verið nefndir þeir landnámsmenn, sem sagnV
gengu af á 19. og 20. öld, og er þá miðað við prentaða1
sagnir. Fróðlegt væri að rekja nákvæmlega samband þesS'
ara sagna við Landnámu og Islendingasögur, en það vei'ð'
ur eklci gert hér. Þó má geta þess, að margir landnáms-