Saga - 1970, Síða 282
280
HALLFREÐUR ÖRN EIRlKSSON
hafi veriS hallæri mikið. Nú er ekki vitað um annað stór-
kostlegt hallæri í heiðni en óöld þá, sem Svaðaþáttur og
Arnórs kerlingarnefs er um, og ekki er líklegt, að sagmr
um það hallæri hafi lifað í mannaminnum fram til loka 19-
aldar. Til þess voru of mörg hallæri þær níu aldir rúmar,
sem á milli voru.
Eins og kunnugt er mátti blóta á laun, ef vottum varð
ekki við komið, fyrstu árin eftir kristnitökuna. Um laun-
blót eftir kristnitöku eru til tvær sagnir. Er önnur ur
Fljótum106, en hin úr Skálmarmúlasókn í Breiðafirði, en
þar er Heiðnarey og ömefni í eynni, sem sanna eiga sög-
una. Sögnin er til í sóknarlýsingu frá árinu 184010 7 og var
skráð seinna108, líklegast á fyrri hluta 20. aldar, og ber
heimildum algerlega saman. Sumir menn héldu, eins og
Barði Guðmundsson, að hér sé um forna sögn að ræða, en
eins og Bjöm Þorsteinsson hefur bent á, er sögnin ung eða
í fyrsta lagi mynduð á seinni hluta 18. aldar109, því að i
Jarðabók Áma Magnússonar110 og í sýslulýsingu frá 1744
nefnist eyjan Heinarey111.1 sögninni um Hörgshlíð í Mjóa-
firði112 segir, að bóndinn þar hafi bjargað hörgnum nr
hofinu. Nú voru hörgar vanalega blótstallar undir beru
lofti, og mun sögnin sprottin af misskilningi á þessu atriði-
Um kristniboðana sjálfa eru aðeins til fáar munnmælU'
sagnir, skráðai' á 19. öld. Ein er um stein, sem Þangbrand-
ur á að hafa fest skip sitt við, þegar hann lenti því í Hítara,
og kallaður hefur verið Klukkusteinn113. Þar að auki erU
sagnir úr Stannýrarlandi í Lóni, tengdar komu Þang-
brands til landsins114. Eru þær ömefnasagnir, en við
Þangbrandsbryggju á hann að hafa bundið skip sitt, geymt
það í Þangbrandshrófi og prédikað við Prestastein og haft
hann að altari. Lík sögn og um Prestastein í Stai-mýrai-'
landi er sögnin um samnefndan stein á Lónsheiði. Ekkert
þessara örnefna nema Þangbrandshróf er til í Kristnisögu
eða öðrum varðveittum fomritum115. Ekki er gott að gera
sér grein fyrir aldri hinna. Þau geta verið forn, en þau
gætu líka verið búin til á hvaða tíma sem er af sagnfræði-