Saga - 1970, Síða 283
ÞJÓÐSAGNIR OG SAGNFRÆÐI
281
íega sinnuðum manni, sem vissi eitthvað um kristniboð
bangbrands úr fomritum, og dettur mér þá helzt í hug,
að hann hafi verið kunnugur Njálu.
Þangbrandur var að mörgu leyti litríkur persónuleiki.
£*að stóð af honum gustur svo mikill, að af honum hafa
wðið til sögur til viðbótar þeim, sem fyrir voru.
Um kristnihald í landinu á fyrri öldum mynduðust nokkr-
ai’ þjóðsagnir. Ein þeirra er látin skýra mörkin milli bisk-
upsdæma, en Gissur biskup Isleifsson lét að bænum Norð-
lendinga um sérstakan biskup árið 1106. Er höfuðefni
þessarar sagnar, að biskuparnir hafi ákveðið að láta tak-
niörkin vera þar, sem þeir hittust. Báðir lögðu jafnsnemma
af stað frá Biskupsvörðu á Langanesi, en Skálholtsbiskup
reið nótt og dag austan og suður um og síðan vestur og
hitti embættisbróður sinn við Hrútafjarðará hinn hress-
asta, enda hafði hann haft stuttar og hægar dagleiðir.116
Sögn þessi er ekki innlend að uppruna, heldur útlend
Uökkusögn og komin til ára sinna, því að hún var þekkt
hjá Grikkjum hinum fornu og Rómverjum.117 Hún er
einnig til víða um Evrópu, meðal annars hjá Norðurlanda-
þjóðunum nema Dönum. Ekki er vitað, hvort hún er til á
P’sku, en fyndist hún þar í fomri eða fornlegri gerð, gæti
þa,ð gefið til kynna, hvenær sögnin hefði kornið hingað.
Langbeinast liggur við að álykta, að sögnin sé komin
húigað frá Noregi, enda virðist íslenzka sögnin og sögnin
Ur Sætesdal118 vera furðu líkar, þó að nokkur efnislegur
ttiunur sé. í sögninni úr Sætesdal er annar deiluaðilinn
(^rePinn, en í hinni íslenzku fer allt með friði. Þessi munur
a rikingslund er skiljanlegur, en hitt kemur manni óvænt,
ivernig þessi gamla, alþjóðlega munnmælasögn tengdist
°ugu skráðum merkisatburði í íslenzkri kirkjusögu. Skýr-
lng eða tilgáta Jóns Ámasonar er, að munnmælin hafi
u°tað sér það, að annað biskupsdæmið náði yfir þrjá f jórð-
Unga, en hitt hlaut ekki nema einn. En varla er líklegt, að
aLnenningur hafi lagt lengi á minnið hina raunverulegu
astæðu til skiptingarinnar.