Saga - 1970, Side 284
282
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
Um klaustrin, sem voru í landinu í kaþólskum sið, eru
til nokkrar þjóðsögur119. Jón Árnason bætti þó við þ®r
ýmsum fróðleik úr Kirkjusögu Islands eftir Finn Jónsson
og íslenzkum árbókum eftir Jón Espólín, og eru ártölin það-
an. Við sagnirnar um Helgafellsklaustur hefur hann bsett
fróðleik úr Landnámu og við sagnirnar um Kirkjubæjar-
klaustur ýmsu úr Skrifi um ábóta, príóra og abbadísir á
Islandi eftir Jón Halldórsson í Hítardal120. Að öðru leyti
eru þessar sagnir innlendar staðsagnir nema sagan um
abbadísina, sem hafði brók ábótans undir höfðinu, en það
er andklerkleg saga frá miðöldum og kemur m. a. fyrir hjá
Boccacio, eins og Einar Ól. Sveinsson hefur bent á121. Aðr-
ar sagnir eru tengdar ömefnum eins og sagnirnar um
Klausturhóla í Flatey, Munkaskarð suður frá Helgafelh
og Sönghól og Glennara á leiðinni frá Kirkjubæjarklaustn
að Þykkvabæjarklaustri. Sama máli gegnir um örnefnin
Systravatn og Systrastapa hjá Kirkjubæjarklaustri, en
sögnin um Systrastapa er einnig til í eldri heimildum. Þa
yngri þeirra skráði Sæmundur Hólm122, en hin er til í riti
eftir Jón Ólafsson frá Grunnavík123. öllum gerðunum bei'
saman um litinn á þúfunum. I gerð Sæmundar segir, að
nunnur tvær hafi átt bam og dulið, en Jón Árnason tengh'
þessar sögur aftur á móti atburðum, sem eiga að hafa
orðið á miðri 14. öld, og er heimild hans framangreint rit
eftir Jón Halldórsson. Grunur minn er sá, að hér geti verið
um erlenda flökkusögn að ræða. Má minna á að svipuð
sögn er um Nunnuhólma í Eyjafirði124, en þar er nunnan
frá Möðruvöllum.
Sögnin um Systravatn er um tvær systur, nunnur, sem
nykur ginnti í vatnið, og minnir á aðrar sagnir af nykr-
um125. Sögurnar um Munkaskarð eru tvær, og ber önnu1'
með sér mikla andúð á munkum, en hin, sem segir frá þvh
að munkamir hafi beðið þeim óbæna, sem hröktu þá burtu,
er fremur á þeirra bandi. Lík sögn var til á seinni hluta 17-
aldar, því að í minnisgreinum Árna Magnússonar um
klaustrin126 segir hann svo frá: „Þá munkar urðu að rýma