Saga - 1970, Page 286
284
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
að sé. Ekki hefur geymzt neitt ártal í sögnum þessum,
sem bendir til, hvenær plágan á að hafa gengið, en í sögn-
inni um galdramennina, sem vörnuðu sóttinni að komast a
Vestfjörðu130, er gáta frekar en vísa, sem hljóðar svo:
Tak upp þrítenntan tannforkinn,
ét mörbjúgun þrjú hér og þar
og með lensu uppgötva
ár þá Svartidauði var.
Ráðningin á þessari gátu er 1350, og getur því vísan eða
gátan alls ekki átt við pláguna miklu hér á landi. Sé hins
vegar haft í huga, að íslenzkir annálar131 eru einhverjar
beztu heimildir um pláguna miklu í Noregi 1349—1350,
er ekki fráleitt að álykta, að einhver hafi ort vísuna, sem
fékk þessa vitneskju úr annálunum, en ruglaði Islandi sam-
an við Noreg.
Eins og sjálfsagt er, er plágunnar miklu getið í annálum,
og er Nýi annáll þar sannfróðastur, sem nær til 1435, en
af Gottskálksannál og Skarðsárannál er sýnt, hve nauða-
lítið fræðimenn á 16. öld og 17. vissu um þessa hræðileg11
plágu, nema þeir þekktu Nýja annál132. í Árbókum Espo-
líns133 er sú sögn, að Grundar-Helga, sem uppi var 40 ar-
um fyrr, hafi flúið inn á öræfi með skuldaliði sínu, og geng'
ur sú sögn að stofni til aftur hjá Jóni Árnasyni134. Hja
Espólín135 kemur líka fyrir móðan bláa, sem kemur víða
fyrir í sögnum af plágunni miklu og plágunni seinni 1494-
í þjóðsögum kemur glöggt fram hið ógurlega mannfaU-
Þá á Langavatnsdalur að hafa farið í eyði136 og allt fólk a
Sviðnum í Breiðafirði137 og flest fólk á Jökuldal138-
Sagnirnar af plágunni miklu hafa blandazt sögnum al
plágunni síðari 1494, og er það mjög eðlilegt frá þjóðsagna'
fræðilegu sjónarmiði, enda var þar um geysilega landfar'
sótt að ræða. Tvær þeirra sagna, sem virðast frekar eigtl
við pláguna seinni, eru sagan um galdramennina tólf, sein
vörnuðu sóttinni að komast vestur fyrir Gilsfjörð, °£