Saga - 1970, Síða 288
286
HALLFREÐUR ÖRN EIRlKSSON
og stangast þessar sagnir ekki við eldri heimildir, svo langt
sem þær ná.
Á seinni hluta 15. aldar og fyrsta hluta hinnar 16. skarst
harkalega í odda með veraldlegum höfðingjum og kirkju-
höfðingjunum, íslenzku biskupunum. Blossuðu þama upp
gamlar deilur um undirstöðu hinna efnalegu gæða og valds
í landinu, jarðeignirnar, þó að oft væri deilt um fleiri hluti
á yfirborðinu. Hrikti í þjóðfélaginu öllu, þegar þessir valda-
miklu höfðingjar tókust á í hörðum og langdregnum mála-
ferlum, og ekki dró það úr gauraganginum, að þá var enn
tíðkaður vopnaburður. Syðra stóðu mestu deilurnar mill1
Torfa Jónssonar í Klofa á Landi og Stefáns Skálholtsbisk-
ups. Ekki er auðséð, hvað orðið hefur þeim höfðingjunu®
að missætti upphaflega, en helzt mun það hafa verið hjálp
Torfa við seka menn, og ýmsa, sem lentu í deilum við heil-
aga kirkju, einkum um kvennamál. Um Torfa í Klofa og þ°
einkum viðskipti hans við Stefán biskup hafa orðið til all-
margar þjóðsögur, sem skráðar voru á 19. öld152, og gerði
Jón Ámason úr þessu öllu langan samfelldan þátt. Þar er
sögnin um byggð í Torfajökli, sem áður hefur verið rakin,
en hér verður reynt að athuga tengsl þessa þáttar við munn-
mælasagnir og eldri ritaðar heimildir. Er það nauðsynlegL
því að við samningu þáttarins notaði Jón Ámason Árbæk-
ur Espólíns, Biskupaannála Jóns Egilssonar frá fyrsta hluta
17. aldar og Sýslumannatal Steingríms biskups Jónsson-
ar og Boga Benedictsens á Staðarfelli auk munnmæla af
Landi153.1 þessum þætti hefur Jón sagt frá ætt Torfa, bú-
stað, sýsluvöldum, orsökum óvináttu þeirra Torfa og Stef-
áns biskups, aðförum Torfa að biskupi, jarðhúsi Torfa og
aðför að Lénharði fógeta, byggð í Torfajökli, búsýslu Torfa
og yfirgangi, ófalli Torfa á alþingi og líknsemi Stefáns 1
garð hans þar, andláti Torfa og greftrun. Við nánari athug’-
un sést, að sagnimar um jarðhús Torfa, byggð í Torfajökh
og búsýslu Torfa og yfirgang eru sennilega munnmseh af
Landi. Hvort hinar sagnirnar gengu þá enn í munnmælu1®
verður nú ekki vitað með vissu. En auðvitað fór Jón Egús-