Saga - 1970, Síða 290
288
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
mikið málastapp, og dó Jón snauður og saddur lífdaga. Unl
þessa andstæðinga er til þjóðsaga skráð um miðja 19-
öld156, og er þar greind sú ástæða fyrir deilum þeirra JónS
og Gottskálks, að Jón hafi hjálpað bónda nokkrum, sem
drap njósnarmann biskups. Hafði biskup haft hann til
njósna um bændur, hvort þeir ætu kjöt á föstunni og brytu
með því kirkjulögin. Svo er stuttlega sagt frá deilum þeirra
biskups og Jóns og að Jón hafi stefnt honum fyrir guðs-
dóm. Sögu þessa hefur Jón Árnason flokkað með galdra-
sögum, enda eru biskup og njósnarmaður hans taldir þal
rammgöldróttir. Heldur er örðugt að sjá, hvernig sagan
hefur tengzt svo traustum böndum við deilur þeirra Gott-
skálks og Jóns í hugum seinni tíma manna, en þó skal ÞesS
freistað að skýra það.
Þó að hin kaþólsku kirkjulög féllu nokkuð í gleymsku
eftir siðaskipti, loddi lengst af í minni manna, að refsivert
hafði verið að éta kjöt á föstunni. Svo er einnig helzt a^
sjá, að menn hafi haldið þeim sið lengi að éta ekki kjöt a
föstu, og sumir voru svo strangir, að þeir nefndu ekki kjöt
og flot réttum nöfnum157. Kjötbannið á föstunni skipt1
menn svo miklu máli, að þjóðsaga um brot á því hefur átt
hægt með að myndast. Líklegasta ástæðan til þess, a
Gottskálk Nikulásson verður þar ein helzta söguhetjan, el'
sennilegast auknefnið hinn grimmi, sem komst á hann me
lestri á Morðbréfabæklingum Guðbrands biskups Þorláks
sonar, sem komu út síðast á 16. öld, en þar er hann beiu
línis kallaður „sá grimmi biskup Gottskálk,"158 og í þj°
sögum, t. d. sögunni af Galdra-Lofti, er hann síðan ka
aður Gottskálk biskup grimmi- Ekkert er líklegra en
hin umfangsmiklu málaferli, sem Guðbrandur biskup a
í til að hreinsa minningu forföður síns, Jóns Sigmundss011
ar, hafi átt drjúgan þátt í að rifja upp hinar fomu deilnl
fyrir almenningi. Þá hefur hin raunverulega ástæða ver
hálf- eða algleymd almenningi, en menn sett annað í slí ’
inn, sem allir skildu. Annars hefði minningin um deilnI
þessara höfðingja ekki getað lifað fram á daga síra Sk°'