Saga - 1970, Page 301
Þórður Tómasson:
Vikið að landi og sögu í Landeyjum
Land og saga gefa íslenzkum fræðimönnum nóg að hugsa
°g skrifa á komandi árum og öldum, og löngum mun það
Vera svo, að einn reynir að rífa niður það, sem annar byggir
UPP- Leitin að sannleikanum er markmið allra fræða.
Kveikja þeirra hugleiðinga, sem hér fara á eftir, er rit-
gerð dr. Trausta Einarssonar prófessors: „Myndunarsaga
Landeyja og nokkur atriði byggðarsögunnar, ‘ ‘ er birtist í
tímaritinu Sögu árið 1967, bls. 309—328. Víðar er hér þó
V]ð komið. Margvíslegur fróðleikur er upp tekinn eftir
&°ðum fræðaþuli úr Landeyjum, Einari Einarssyni frá
Lerjanesi. Ýmis föng eru sótt til annarra heimildarmanna.
Um það munu vart skiptar skoðanir, að landbreiðan öll
Fljótshlíðar og Eyjafjalla, ásamt Landeyjum, muni
^Pjmduð að meginhluta af framburði Markarfljóts og
yatna, er í það falla. Gróðurmold á að sjálfsögðu sinn þátt
j, Lndmyndun á þessu svæði, en hverfandi lítinn miðað við
^amburð vatna. Nafn byggðarinnar, Landeyjar, sýnir líka,
að flatneskjan á þessu svæði hefur frá landnámsöld verið
mndurskorin af farvegum straumvatna. Láglendi Eyja-
Jalla hefur Markarfljót átt nokkurn þátt í að mynda og
móta, allt austur undir Holtsós.
. msir menn, lærðir og leikir, hafa gert þessu landsvæði
s í ritum og ritgerðum. Frá 19. öld ber þar ekki sízt að
Uefna dr. Kristian Kálund, hinn þekkta danska fræðimann,
?? dr. Þorvald Thoroddsen. Páll Sigurðsson bóndi og al-
Þmgismaður í Árkvörn (1808—1873) á ýmsar merkar at-
'uganir í ritgerð sinni: „Um forn örnefni, goðorðaskipun