Saga - 1970, Page 302
300
ÞÓRÐUR TÓMASSON
og fornmenjar í Rangárþingi“, í Safni til sögu íslands og
íslenzkra bókmennta II, bls. 498—557. í Árbók Fomleifa-
félagsins rituðu síðar um efnið þeir Brynjólfur Jónsson
(1900 og 1902) og Matthías Þórðarson í gi-ein sinni uffl
Hvítanes (1927). Heildarkönnun Landeyjaláglendis er
geysimikið verk og verður ekki unnið til hlítar nema með
fulltingi jarðborana. Brotsár lands af völdum straumvatna,
sem falla um djúpa farvegi, og nútíma framræsluskurðu
segja nokkra sögu, en seilast þarf dýpra eftir föngum.
Fyrst vil ég ræða Affall og nágrenni þess, en því næst
fáein atriði úr Vestur-Landeyjum. Seinni hluti greinar el
einkum um austurjaðar Landeyja, Hólmabæi og landið mid1
Markarfljóts og Holtsóss.
Rannsókn dr. Trausta fer um 2500 ár aftur í tímann og
byggist m. a. á athugun Affallsbakka í landi Kanastaða og
Berjaness í Landeyjum. Á henni er byggð kenning um
„fyrra og síðara Affallsskeið,“ er höfundur nefnir svo.
Rannsókn dr. Trausta leiðir í ljós nokkuð öruggar niður-
stöður að ætla má varðandi Affallsfarveg á þessu langa
tímabili. Um árið 1000 er þarna breiður niðurgrafinn fa1'
vegur með grónum grundum, er tær vatnslítil á liðas
suður eftir. Beggja vegna er gróin brekka, um 1—3 m ha'
Farveginn nefnir höfundur Affallsdal hinn fyrri og lel®u
líkur að því, að Flosi og brennumenn hafi átt fremur ör-
ugga leynileið eftir honum síðsumarsdag árið 1010.
Mynd á bls. 310 í ritgerð dr. Trausta sýnir „farveg1
Affalls fyn’ og nú.“ Tvö atriði í henni, tilgátan Hvítanes og
farvegur Bleiksár, eru varhugaverð eða röng. Bleiksar-
farvegur er dreginn vestan Affalls, ofan frá, og látm11
liggja suðvestur í Affallið gegnt Kanastöðum. Þetta
ekki staðizt. Bleiksá var að sönnu veitt þama í Affallið a
19. öld, en hinn fomi Bleiksárfarvegur liggur ofan 11
Berjaneslandi, suður um land Eystra-Fíflholts og Berg
þórshvols og hefur ekki stefnu að Affallinu, fyrr en kem111
suður á móts við Úlfsstaðahverfi, sem síðar segir.
Engar líkur eru til þess, að Bleiksá hafi ráðið löndum