Saga - 1970, Page 306
304
ÞÓRÐUR TÓMASSON
Melahaus hét hár melur á Berjanesmelum, ekki ósvxp'
aður hæðinni, sem bærinn í Hemlu stendur á. Um 1895
blés Melahaus niður, og var þá farið að kalla staðinn gamla
Berjanes. Kann það að hafa verið fom sögn, að Berjanes
hafi staðið þarna fyrr á öldum.
Smiðjunes hét bær í Berjaneslandi, um það bil í beina
stefnu á Voðmúlastaði frá Berjanesi. Þar fann Einar fi'a
Berjanesi eitt sinn um 10 kljásteina í breiðu.
Vöð voru mörg á Affalli, breytileg þó. Þessi voru helzt,
talið ofan frá: Þorsteinsbakkavað var við Þorsteinsbakka,
og lágu að því óhemjulegar götur á bakkanum. Ferða-
mannavað var vestur af Ossabæ og helzt notað af Skaft-
fellingum og Eyfellingum, sem fóru þámpp yfir Spjaral®1'-
vestur frá Ossabæ og upp Affallsbakkann að vaðinu. Höfða-
vað var nálægt því, sem brúin var byggð yfir Affallið 1932,
kennt við Berjaneshöfða. Það var helzt notað af mönnum
úr Mið-Landeyjum, eystri. Kanastaðavað var vestur af
Kanastöðum, og í vesturleið var farið frá því með sand-
brúninni upp að Grænhólavaði á Eyjarfljóti. Úlfsstaðavað
eða Upphjáleiguvað var á olnboganum ofan við Úlfsstaða-
hverfið. Bergþórshvolsvað var austan við Bergþórshvol-
Þar var áður djúp lág eða skora í Affallsbakkann, sem
hefur brotnað þama langt til vesturs. Fjöruvað var suðuí
við sjó. Það var varla farið nema um bláf jöru.
Allir svonefndir fljótsvegir í Landeyjum munu eiga Þa°
sameiginlegt að vera myndaðir af kvíslum úr Markai
fljóti, sem þar hafa runnið um lengri eða skemmri tíma-
1 Vestur-Landeyjum stefna þeir í suðvestur, frá farvegi
Þverár. Einn farvegurinn liggur suður frá Hemlu. Ets
nefnist hann Hemlufljót, en síðan Fljótsvegur, er kemal
suður að Strandarhöfði og Strönd. Vöð voru á honum hJa
báðum þeim bæjum. Sagt er, að svo mikið flugvatn ‘ia
verið í þeim farvegi fyrr á öldum, að verið hafi ferjuva
hjá Strönd. Fljótsvegurinn sameinast Fíflholtsf 1 jóti, Þal
sem nefnd eru Fljótamót, og heitir Fljótsvegur áfram niður
að Akurey.