Saga - 1970, Page 308
306
ÞÓRÐUR TÓMASSON
Smálæmi, nefnt Síki, rann sunnan við Lambey í gamla
daga. Einhvem tíma þegar Guðlaugur Bergþórsson bóndi
í Hemlu var í lestaferð, nálægt 1820, veitti heimilisfólk i
í Hemlu því athygli um fótaferð, að öll Þverá var komin i
Síkisfarveginn. Hemlukýrnar vom þá uppi í Lambey. Sonui*
Guðlaugs sótti þær til mjalta. Hrokasund var í álnum. ®in
kýrin barst undan straumum. Kúasmalinn beindi hesti sm-
um þar að, náði taki á öðru eyra kýrinnar og tókst að tosa
henni úr hættu. Lafði eyrað alla tíð síðan.
Hemlubætur upp frá bænum í Hemlu eru í raun og veru
áframhald af Lambey. Þar er uppblásturssvæði, sem með
tíð og tíma náði því nær heim að bæ í Hemlu. Laust eftu
1920 blés upp dys frá fornöld skammt norðan við bæinn>
framan við svonefnda Grýluhóla, sem hétu svo af þvú
húsfreyja í Hemlu sagði börnum sínum, að Grýla byg^
þar og forðaði þeim með því frá að fara sér að voða uppi 1
Þverá.
í Breiðabólstaðarlandi voru Bjargarkotsvað og Aurasels-
vað oft tilnefnd. Þá var vaðið á Sámsstaðafit og HelliS'
hólavað niður frá Hellishólum. Teigsvað niður frá Teigi- *
þeim slóðum var Kotamannaalda, niður frá Ámundakoti-
Hún var hálend mjög, en Þverá braut hana að mestu niðui"
á einum vetri. Undir sandöldum við Þverá var þykkt móla^
með miklum skógarleifum, og komu móflúðir oft upp ur
farvegi árinnar í vatnsköstum.
Inn frá Teigsvaði voru víða vöð á Þverá, meðfram endi^
langri byggðinni, en nokkuð breytileg frá degi til dags,
svo mætti segja, eins og venja er um öll sandvötn.
Um Eyjarfljót og jarðmyndun í bökkum þess hef ég fra
sögn skráða af Einari Einarssyni frá Berjanesi:
ViS ofanvert Fíflholtsfljót var tekinn upp mór. Þaðan hef ég Þa ^
mynd, að gróðurlendið á þvi svæði hafi þrisvar sinnum farið í
og orðið gróðurlaust. Til þess benda lögin í jarðveginum. Efsta s u ur
an var grasrót með jurtatægjum, önnur mold, þá tvær skóflustung^
sandur, þá svo þunnt mólag, að það var ekki hirt. Neðan við Þa® ^
tveggja feta þykkt sandlag og þá mólag fullkomin skóflustunga ^
þykkt. Ekki voru viðarleifar I því, svo ég muni til. Neðan við